Víðförli - 01.11.1954, Side 95
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON
93
flóttamanni frá 20 löndum til að hefja nýtt líf og landnám
í 42 löndum. Flestir koma frá Þýzkalandi, Hong Kong,
Gri1 klandi og Austurríki.
Nú eru sex ár liðin í sögu Alheimsráðs kirkna og annað
heimsþing þess afstaðið. Hvað gerðist að Evanston? Hvað
hefur verið gert þessi ár?
Þingið hófst að morgni sunnudags, 15. ágúst, með guð-
þjónustu í stórri og fallegri kirkju, er Methodistar eiga.
Veðnr var gott, en nokkuð heitt. Þátttakendur þingsins, 1298
að tölu, röðuðu sér upp eftir kirkjudeildum. Voru prestar
búnir samkvæmt venju sinnar kirkju og sumir leikmanna í
þ'óðbúningum. Síðan var haldið í litauðugri skrúðgöngu til
kirkjunnar. Það var stórkostleg og ógleymanleg sjón að siá
þarna samankomna á einn stað leiðtoga og fulltrúa 163
kirkjudeilda til þess að biðja, syngja og tala saman um mál-
efni Guðs ríkis á þessari jörð. Guðþjónustan hófst á því, að
allir sungu hinn volduga baráttusálm kirkjunnar: „Vor
Guð er borg á bjargi traust.44 Sungið var á þrem tungumál-
um, ensku, frönsku og þýzku. Prestur heimakirkjunnar
þjónaði fyrir altari. Eivind Berggrav, biskup Norðmanna, las
postullegu trúarjátninguna á þýzku. Hann er okkur Islend-
ingum kunnur sem leiðtogi kirkju sinnar á erfiðum tímum
stríðsáranna. Sat hann þrjú ár í fangelsi Þjóðverja og stjórn-
aði þaðan leynihreyfingu kirkjunnar. Berggrav er meðal-
maður vexti, snar í hreyfingum og á auðvelt með að setja
fram hugsun sína á skemmtilega og hittna vísu. Dr. Boegn-
er, franskur prestur, hár vexti og skarpleitur, las á frönsku
53. kapítula Jesaja-spádómsbókar um hinn líðandi þjón.
Aþenagoras erkibiskup las á grísku 2. kapítula Filippí-
bréfsins. Hann var fyrir fulltrúum grísk-kaþólsku kirkj-
unnar. Klæddist hann jafnan biskupsskrúða sínum, höfð-
inglegur á að líta með hvítt, mikið skegg og stóran, gylltan