Víðförli - 01.11.1954, Page 95

Víðförli - 01.11.1954, Page 95
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON 93 flóttamanni frá 20 löndum til að hefja nýtt líf og landnám í 42 löndum. Flestir koma frá Þýzkalandi, Hong Kong, Gri1 klandi og Austurríki. Nú eru sex ár liðin í sögu Alheimsráðs kirkna og annað heimsþing þess afstaðið. Hvað gerðist að Evanston? Hvað hefur verið gert þessi ár? Þingið hófst að morgni sunnudags, 15. ágúst, með guð- þjónustu í stórri og fallegri kirkju, er Methodistar eiga. Veðnr var gott, en nokkuð heitt. Þátttakendur þingsins, 1298 að tölu, röðuðu sér upp eftir kirkjudeildum. Voru prestar búnir samkvæmt venju sinnar kirkju og sumir leikmanna í þ'óðbúningum. Síðan var haldið í litauðugri skrúðgöngu til kirkjunnar. Það var stórkostleg og ógleymanleg sjón að siá þarna samankomna á einn stað leiðtoga og fulltrúa 163 kirkjudeilda til þess að biðja, syngja og tala saman um mál- efni Guðs ríkis á þessari jörð. Guðþjónustan hófst á því, að allir sungu hinn volduga baráttusálm kirkjunnar: „Vor Guð er borg á bjargi traust.44 Sungið var á þrem tungumál- um, ensku, frönsku og þýzku. Prestur heimakirkjunnar þjónaði fyrir altari. Eivind Berggrav, biskup Norðmanna, las postullegu trúarjátninguna á þýzku. Hann er okkur Islend- ingum kunnur sem leiðtogi kirkju sinnar á erfiðum tímum stríðsáranna. Sat hann þrjú ár í fangelsi Þjóðverja og stjórn- aði þaðan leynihreyfingu kirkjunnar. Berggrav er meðal- maður vexti, snar í hreyfingum og á auðvelt með að setja fram hugsun sína á skemmtilega og hittna vísu. Dr. Boegn- er, franskur prestur, hár vexti og skarpleitur, las á frönsku 53. kapítula Jesaja-spádómsbókar um hinn líðandi þjón. Aþenagoras erkibiskup las á grísku 2. kapítula Filippí- bréfsins. Hann var fyrir fulltrúum grísk-kaþólsku kirkj- unnar. Klæddist hann jafnan biskupsskrúða sínum, höfð- inglegur á að líta með hvítt, mikið skegg og stóran, gylltan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.