Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 79
SKÖPUNARSAGA OG SKÖPUNARTRÚ
77
sveigt rás sögunnar og gripið þann veg inn í líf feðranna,
að hann hafði með því skapað sér þjóð, er skyldi þekkja
hann og ganga hans erinda. Hin mikla staðreynd í meðvit-
und ísraels er útvalningin, sáttmáli Guðs. Sköpunartrú
Biblíunnar er vaxin af rótum þessarar vitundar. Hún er
ekki svar við spurningunni um frumorsök heimsins, heldur
lífrænn þáttur í þeirri heildarsýn yfir heiminn og söguna,
sem hin skapandi íhlutun Guðs í líf þjóðarinnar skóp. Öll
saga er sköpunarsaga. Björgun lýðsins, lausn hans úr
Egyptalandi, sífelld handleiðsla í miskunnsemi og tvftun,
hefur opinberað þann armlegg Drottins, sem gjört hefur
himinn og jörð.
Hvergi kemur þessi sögutúlkun skýrar fram en í síðari
hluta Jesaja-bókar og hvergi er gleggri vitnisburð að fá um
sköpunartrú Gamla testamentisins. Þeir, sem vilja í al-
vöru kynna sér þá trú, eiga meira þangað að sækja en í 1.
Mósebók (Jes. 40. kap. og áfr.). Þjóðin er hernumin. Spá-
maðurinn er sendur til þess að boða henni, að lausn hennar
sé í nánd. Fyrir mönnum er það ómögulegt, en ekki fyrir
Guði. Því að hann er Skaparinn. Það er ekki bent á sköpun
hans í árdögum, heldur undursamleg afskipti hans af þióð-
inni á liðnum tímum og dásemdarverk hans á líðandi stundu.
Hvarvetna má sjá hinn volduga Guð að verki. Hví skvldi
hin aðþrengda þjóð vantreysta, sýta og kvíða: „Nú segir
Drottinn svo, sá er skóp þig, Jakob, og myndaði þig, Israel:
Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni,
þú ert minn. Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, hinn heilagi
í ísrael frelsari þinn. Óttast þú eigi, því að ég er með þér.
Ég kem með niðia þína úr austri og safna þér saman úr
vestri. Því að ég hefi skapað mér til dýrðar sérhvern þann,
sem ég hefi myndað og gjört . . . Svo segir Drottinn, hann,
sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn,