Víðförli - 01.11.1954, Síða 59
RÖDD FRÁ ALSÍR
57
annars er. — Fólkið sogast því til borgarinnar, og allir
vonast eftir að komast að í einni eða annarri verksmiðju.
Slíkt væri hámark hamingjunnar. En svo að segja allir verða
vonsviknir. Að hverfa til baka hvorki geta þeir né vilja, og
þessvegna setjast þeir að í nágrenni borgarinnar, klambra
saman og skrimta svo þar, vikur, mánuði, ár — alltaf í
voninni um hamingjuna miklu, vinnu í borginni. Þeir halda
sér dauðahaldi í þessa hugsun, þessa von, því það væri bæði
föt og fæði, það væri líf.
Brjóstumkennanlegust eru börnin. í óhreinum tötrum
ráfa þau um nágrennið. Þau eru alltaf að leita að einhverju:
Spýtum í eldinn (timbur er hér mjög fágætt) — eða þá að
þau leita sér að einhverju sem nota má til að gera við göt
á kofanum (ryðgað blikk, fjalarstubbi eða þvíumlíkt) —-
eða þá að þau leita sér að einhverju til að borða, og róta
þá í daunillum sorptunnunum. Jafnvel þau minnstu, þau
sem varla geta staðið á fótunum , þau verða að berjast sinni
hörðu lífsbaráttu. Leikföng hef ég aldrei séð hjá þessum
börnum, nema blikkdunkana. Þau vita naumast hvað brúða
er, eða kubbakassi. Þau vita aðeins það, að þau eru svöng,
og að nokkrir ryðgaðir, bognir naglar, eða blikklappi, eða
gömul kassafjöl, allt eru þetta mjög verðmætir hlutir. Skóli
er enginn til, nema hjálparskóli á okkar vegum (leik-
mannahjálparinnar). Og svona alast börnin upp, við hung-
ur, við veikindi, við eymd og við ólæsi. Og hver er svo
árangurinn af baráttunni, sem háð er á hverjum degi, já á
hverri stund, um það eitt að fá að lifa? Ruddaskapurinn
vex, bæði hið ytra og innra. Verksvið okkar hér er svo risa-
vaxið, að manni liggur við að missa móðinn og örvinelast
alveg, því að takist manni að troða í eina holuna, þá sér
maður tíu aðrar. Við gerum ofurlítið við lélegustu kofana,
þeirra fátækustu. Hér eru t.d. margar konur, sem hafa