Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 88
86
VÍÐFÖRLI
m.ö.o. opinberaður til fulls. Jesús Kristur er hugur Guðs
holdi klæddur. Og hann er nú við Guðs hægri hönd: Sá
huldi máttur og órannsakanlegi vilji, sem er að baki heim-
inum og rás sögunnar, er kunnur orðinn — hann er enginn
annar en Frelsarinn, sigurhetja kærleikans og lífsins. Fyrir
hans skuld vitum vér, að Skaparinn almáttugi, sem er á bak
við veraldarsöguna og hverja einstaka ævisögu, er Faðir, og
hann hefur til fulls leitt í ljós og tekið ábyrgð á því, að
framundan er tilvera án skugga, án syndar, ríki fullkom-
leikans.
Guð, sem sagði: Ljós skal skína fram úr myrkri, hann
lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingu
vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í Ijós í ásjónu Jesú
Krists (2. Kor. 4,6).
Hér er sköpun ljóssins í öndverðu borin saman við sköp-
un hins nýja lífs í hjarta þess manns, sem gengur Kristi á
hönd. Dýrð Guðs kom í Ijós í Jesú Kristi. Það er þekking
þeirrar dýrðar, og ekki nein skólafræði um aldur heims,
sem kirkjunni er gert að vitna um og breiða út.
Hin skapandi hugsun, Orðið, sem var í upphafi hjá Guði
og allir hlutir eru gjörðir fyrir, varð maður, mannlegt líf,
og það líf er ljós mannanna, sannleikurinn, sem frelsar
(Jóh. 1,1—18). Það er sá sannleikur, sem kirkjan ber fyr-
ir brjósti og ekki ein eða önnur fræðikenning um þróun
eða samband lífsins í náttúrunni.
Ef einhver er í samfélagi við Krist, er hann ný skepna,
hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt (2. Kor.
5,17). Það er þessi nýjung, sem kirkjunni liggur á hjarta,
en um vísindalegar nýjungar er hún áhyggjulaus að öðru
leyti en því, að hinn gamli Adam vill alltaf nota þær sem
fíkjublöð á flóttanum undan Skapara sínum.
Þegar Nýja testamentið talar um Adam er það ekki að