Víðförli - 01.11.1954, Page 109
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON
107
dikaði, en biskupinn af Chichester þjónaði fyrir altari. Lýsti
Berggrav biskup yfir því, að II. þing Alheimsráðs kirkna
hefði gefið því nýjan styrk. Kvaðst hann treysta því, að það
myndi vaxa fram til meiri einingar kirknanna. Þennan
vcxt væri ekki hægt að örva á vélrænan hátt. Menn geta
ekki með yfirlýsingum eða ákvörðunum hraðað því starfi,
sem gera skal þá að einni fjölskyldu kristinna kirkna. Sér-
hver garðyrkjumaður veit, að þolinmæði þarf til starfsins,
og þeir, sem starfa í víngarði Drottins, þarfnast hennar
skilyrðislaust.
Þinginu í Evanston verða ekki gerð skil í grein sem þess-
ari, það sem þar gerðist var bæði of margt og yfirgrips-
mikið til þess.
Þeim, sem vildu kynna sér samkirkjuhreyfinguna, skal
bent á nýútkomna bók um sögu hennar, og er það mikið
verk: Rouse and Neill: A History of the Ecumenical Move-
ment (Westminster).
Hér fer á eftir boðskapur sá, sem þingið samþykkti ein-
róma og gaf út.