Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 20
18
VÍÐFÖRLI
son sinn til þess að vera friðþæging fyrir syndir vorar (1.
Jh. 2,2; 4,10).
Þe^ar höfundar Nýia testamentisins, boðberar frumkristn-
innar, reyna að gera lesendum og áheyrendum nánari grein
fyrir þessum fagnaðarríka leyndardómi, hafa þeir ekki
lærðar ntlistanir, heldur bregða upp myndum og líkingum,
sem allar bera með sér, að þær ná ekki yfir það, sem þær
eiga að tákna og túlka. Staðreyndin er of stór til þess að
verða tiáð í mynd, gnægð hjartans meiri en svo að orð valdi.
Þeir benda á hliðstæður úr sögunni og í raunheimi samtíð-
ar sinnar, en hver slík tilraun strandar á því, að Jesús og
hans verk á enga samsvarandi hliðstæðu.
Þetta sést bezt, þegar skyggnzt er í Hebreabréfið, en þar
er sú hliðstæða, sem einnig er bent á í öðrum ritum Nt.. not-
uð til þrautar, þ.e.a.s. fórnarþjónusta musterisins. Fyrir
eyðingu Jerúsalemsborgar voru fórnir musterisins og trúar-
leg merking þeirra öllum Gyðingum nærtækur veruleiki. Og
þær áttu hliðstæður í öðrum trúarbrögðum hvarvetna. Höf.
skírskotar til almennrar, trúarlegrar vitundar samtíðar
sinnar: An fórnar getur enginn nálgast guðdóminn. En
hann leiðir jafnframt ótvírætt í ljós, að myndir hans eru
aðeins skuggi þess veruleiks, sem hann er að benda á. Fórn
Krists sprengir fórnarhugtakið. Kristi var ekki fórnað, hann
fórnaði sér sjálfur. Og hann var Sonurinn, ljómi Guðs
dýrðar og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns.
Fórnarhugmynd trúarbragðanna er alveg snúið við: Hér er
það ekki maðurinn, sem fórnar, til þess að geta nálgast guð-
dóminn, heldur Guð, sem fórnina færir, til þess að geta
nálgast og eignast manninn. Sú fórn er færð í eitt skipti fyr-
ir öll og hún er algild. „Kristur gekk ekki inn í helgidóm
höndum giörðan, heldur inn í sjálfan himininn, til þess nú
að birtast fyrir augliti Guðs oss til heilla“ (9,24). „Vér er-