Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 52
50
VÍÐFÖRLI
en þessi getgáta byggðist upphaflega á þeirri staðreynd
einkum, að norðurstúka Brynjólfskirkju heitir Maríustúka
alla tíð og það nafn hlýtur hin evangelíska dómkirkja að
hafa tekið að erfðum eftir hina rómversku, vegna þess að
hún hafði stúku á sama stað eða í sömu afstöðu við aðal-
kirkjuna. Legstaður Páls biskups virðist taka af tvímæli um
það, að hin mikla kirkja, sem Klængur biskup reisti laust
eftir miðja 12. öld, hafi verið krossbyggð. Þannig var og
kirkja Brynjólfs. Það, auk útbrotanna, gefur henni svipinn,
en ummerki útbrota á hinum eldri kirkjum eru greinileg hér
í kirkjugrunninum.
Sú dómkirkja, sem hér er síðast reist, um miðja 17. öld,
og stendur fram yfir aldamótin 1800 og er þá rifin, en
hafði, góðu heilli, verið dregin upp, svo að svipur hennar
geymist, er ímynd Skálholts-dómkirkju, eins og hún var í
meira en sex aldir. Stíltengslin eru óslitin í aðaldráttum.
Til þessa liggja sumpart byggingafræðilegar orsakir —
krossarmar og útbrot voru tæknileg nauðsyn, nauðsynleg
styrking þessa stóra húss. En vafalaust hafa menn haldið
mótinu af öðrum ástæðum jafnframt, af hollustu við erfð-
ir. Dómkirkjan hér hefur verið það mikil í vitund staðar-
formanna og allrar alþýðu, að menn hafa ekki viljað raska
stíl hennar að neinu marki. Skálholtsdómkirkja skyldi vera
s'álfri sér lík. Hún hrörnaði oft, hún eyddist tvisvar af eldi.
En alltaf var byggt upp á sama stað og í sama stíl.
Nú stendur grunnur þessarar móður allra vígðra húsa á
Islandi opinn hér og er senn kannaður til hlítar. Meira en
öld er liðin síðan hún var tekin ofan síðast. Nú liggur fyrir
að hefja endurreisn og vitanlega er ný kirkja næsta verk-
efnið og hið mesta. Hvernig á sú kirkja að verða?
Það er ólíklegt, að nokkur hafi borið Skálholt verulega
fyrir brjósti án þess að hugleiða þessa spurningu og án þess