Víðförli - 01.11.1954, Page 63

Víðförli - 01.11.1954, Page 63
RÖDD FRÁ ALSÍR 61 Og svo er hér hjúkrunarkona, sem sér um sjúkrastofuna 'okkar. Þ.e.a.s. það var upphaflega svo að þessi sjúkrastofa var á vegum leikmannaþjónustunnar, en nú hefur sveitar- st'órnin tekið við henni, sökum þess að leikmannaþjónustan hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til að halda henni uppi. — Einnig hér eru allar hillur úr kassafjölum. Ég dáist að þessum þrem, kennslukonum báðum og hjúkr- unarkonunni, hvernig þær vinna staðfastlega sín verk, í þessum óhreinindum og á allan hátt við hin örðugustu og viðbióðslegustu skilyrði — og hljóta fyrir þau hungurlaun að illa hrekkur til að draga fram lífið — vikum saman, mánuðum saman, árum saman. Þetta eru hetjur, sem aldrei verður getið í neinni sögu, sem engin minnismerki verða reist. En þó hljóta þær það sem meira er um vert en þakk- 1‘T'ti einhvers föðurlands. Þær sigra mannleg hjörtu og þær uppskera margt þakklátt augnatillit og margt þakklátt bros. Og þetta er meira um vert en allar orður og heiðursmerki frá öllum föðurlöndum samanlagt. Þegar við eigum tal við heimamenn, þá er venjuleg- ast spurt um það kaup sem við fáum. Og þegar við segj- um frá því að við séum hér sjálfboðaliðar, og fáum ekki annað kaup en fæðið, þá hrista þeir höfuðið vantrú- aðir. Nei, þessu geta þeir ekki trúað, þeir geta ekki trúað Evróoumönnum til svo mikillar mannúðar, því að þeir þekkja Evrópumenn sem stórjarðeigendur, sem greiða sult- arlaun fyrir vinnuna. Þeir þekkja Evrópumenn sem verk- smiðjueigendur, kaupsýslumenn, kapítalista. Þeir þekkja Evrópumanninn sem áleitinn aðkomumann, sem stolið hef- ur landi þeirra og vill nú þröngva þeim til að taka nýja trú. Þessi Guð kærleikans, boðaður af Evrópumönnum, hann er þeim ekki annað en misheppnaður brandari. Þeir þekkja Evrópumenn frá óteljandi grimmum styrjöldum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.