Víðförli - 01.11.1954, Síða 38

Víðförli - 01.11.1954, Síða 38
36 VÍÐFÖRLI væri að finna. Mér var vel fagnað í heimavist menntaskóla Valdesa, en þar fékk ég húsaskjól, því að flestir nemend- urnir, sem þar búa og koma frá Valdesaheimilum hvaðan- æva af Italíu, voru farnir heim í páskaleyfi. Ráðskona heimavistarinnar og presturinn í Torre Pellice buðu mig vel- kominn og kváðust mundu greiða götu mína eftir mætli. Ilef ég sjaldan lagzt til hvíldar með jafnmikilli eftirvæntingu í huga og þetta aprílkvöld 1952. Bii'ta rísandi sólar leiddi sannarlega í ljós nýja, óþekkta veröld. Sólin skein á snjókolla á tindum hinna háu Alpa, sem umluktu hinn gróðursæla dal á þrjá vegu. Ávaxtatrén voru að springa út og skreyttu sig litauðugu blómaskrúði. H 'sin voru nokkuð á víð og dreif, aðallega á vinstri bakka árinnar Pellice, innan um trjá- og blómaskrúð. Við aðalgöt- una, sem ber nafn Beckwiths, velgerðarmanns Valdesa, gat að líta helztu stofnanir Valdesa, svo sem Valdesahúsið, er geymir verðmætt safn sjaldgæfra bóka, m.a. rit þýzku sið- bótarmannanna í frumútgáfum. Þar er líka salur sýnódunnar, sem kemur árlega saman, og þangað senda söfnuðir Vald- esa um alla Ítalíu fulltrúa sína. Þá er það kirkjan, sem dregur athygli gestsins að sér, en rétt hjá henni er prests- srtrið. Fyrir neðan heimavistina stendur menntaskólinn, Collegio Valdese, og ofar við götuna eru kennarabústaðirn- ir. Margar aðrar stofnanir Valdesa eru einnig skammt und- an, svo sem sjúkrahúsið, og síðast en ekki sízt safnið, sem geymir marga ómetanlega dýrgripi Valdesa, svo sem sverð Ar-muds og tréfót Beckwiths, svo að einhverjir séu nefndir. Eg var svo heppinn að vera í Torre Pellice á messudegi. Það var skírdagur. Valdesar streymdu til kirkjunnar, og minnti það mig á kirkjusókn á hátíðum heima á Fróni. Hér koma allir um það bil samtímis, eins og siður er heima, en í rómversk kaþólskum kirkjum er fólk alltaf að koma og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.