Skírnir - 01.01.1876, Qupperneq 7
AUSTRÆNA MÁLIÐ.
7
áminningar, og hvetja hann til a5 bæta hag þessara tveggja
fylkja, svo ófriðinum létti. Hann lofaði öliu fögru, og erindis-
rekarnir lögðu nú allir af stað (í ágústmánuði) til borgarinnar
Mostar, að tala við foringja uppreistarmanna. Eptir mikla fyrir-
höfn tókst þeim loks að fá að taia við þá, en þá tók eigi betra
við. Foringjarnir svöruðu dræmt, sögðu kúgunarsögu sína og
margföld heitrof soldáns; þeir hefði eigi tekið fyr til vopna, en
von væri á , og myndi eigi leggja niður vopnin fyr en þeir fengi
réttindi sín aptur að fullu og öllu, en engin heit, sem ekkert
hefði að þýða. þetta urðu erindisrekarnir að láta sér iynda;
hér var ekkert við að gera, og þeir hurfu aptur til Miklagarðs
(í septembermánuði), og sögðu soldáni tíðindin. Tyrkir hétu
nú ýmsum endurbótum i skattheimtu og réttindum kristinna manna,
en það var bæði, að því var ekki framfylgt, og uppreistarmenn
létu þau liinsvegar sem vind um eyrun þjóta. Ofriðinum hélt
áfram, Tyrkir lögðu mikið í herkostnaðinn, svo þeim eyddust
mjög penningar, en það var nokkuð sem þeir þoldu ekki til
lengdar. Hérumbil um sama leyti og þetta varð, er vér sögðum
nú frá, lýstu Tyrkir yfir því, að skuldir þær, er þeir voru í við
aðrar þjóðir, yrðu að standa því um nær óborgaðar fyrst um
sinn. J>að má geta nærri, hvernig þetta hefir látið í eyrum
annara ríkja, enda fór nú að kólna nokkuð velvild sú og vorkunn-
semi, er sum þeirra höfðu borið til Tyrkjans.
Hingað til höfðu Rússar staðið bak við, og ekkert látið til
sin taka, en nú breyttist leiksviðið. I stjórnarblaðinu (Golos)
stóð nú áköf grein, er fiaug á svipstundu úr einu blaðinu í annað
i Norðurálfunni. Hún minntist. á kúgun uppreistarmanna og með-
ferð Tyrkja á hinum kristnu þegnum sínum, og lýsti henni
með svörtum litum, talaði um stjórnleysi Tyrkja og eyðslusemi og
annað því um líkt; greinin endaði á því kjarnyrði, að Rússar myndu
eigi vinna það til sambandsins við hina keisarana, að sjá frændur
sina og trúarbræður þannig útleikna, án þess að skerast í leik-
inn. — Greinin kom af stað meira uppþoti, en Rússar vildu, svo
að þeir létust vilja bæta ú>r skák, en vöruðust þó að taka neitt
aptur. það kom og hráðum fram, að Rússum var hugur á þessu
máli, því þeir skoruðu á hina keisarana að skerast í málið,