Skírnir - 01.01.1876, Side 12
12
ALMENN TÍÐINDl.
sér í Gotha, og voro þar margar þúsundir saman komnar frá öllu
Jjýzkalandi og víSar aS. Fundurinn fór friSsamlega fram. Eptir
nokkrar umræSur var félögunum slegiS saman í eitt, og sam-
þykktir og lög gerS fyrir þetta nýja félag. Lögin, sem þeir
settu sér, eru í mörgu merkileg, og gott sýnisborn um vilja jöfn-
unarmanna og breytingar þeirra. ASalatriSin í þeim eru þessi;
1. hver maSuy hefir kosningar- og atkvæSisrétt frá 20. ári; 2.
þjóSin sjálf er beinlínis löggefandi og allsráSandi um friS og
ófriS; 3. allir eru skyldir aS kunna til vopna og verja ætt-
jörSina, en fastur her skal eigi eiga sér staS; 4. prent- og
fundfrelsi skal ótakmarkaS, og öll lög, er hepta frjálsa hugsun
og frjálsar rannsóknir, skulu numin úr gildi; 5. jöfn uppfræSing
fyrir alla á ríkisins kostnaS. J>ar aS auk voru ýmsar sam-
þykktir gerSar um réttindi vinnuflokksins og vernd hans gegn
hinum flokkunum, breyting á sköttum og margt annaS þvi um
iikt. Til þéss aS framfylgja þessum aöalskoSunum sínum setur
félagiS sig í samband viS önnur þesskonar félög í öSrum löndum,
og lagar þau, ef hægt er, eptir sér. FélagiS valdi tvo ræSismenn
til aS hafa yfirstjórn félagsins. þaS urBu þeir Hasenclever og
Hartmann, hann var áSur af Eisenachs-mönnum; eiga þeir aS
hafa aSsetu sína í Hamborg. þaS er annaS höfuSból félagsins,
en hitt er Leipzig. — Árangurinn af þessum fundi er mikill
fyrir jöfnunarmenn, því aS hér má svo aS orSi kveSa, sem nýtt
riki sé myndaS, er áSur voru aS eins félög, — svo voldugt er
þetta nýja félag — og annaS þaS, aS Lasalles-flokkurinn, sem
áSur var vægari í sóknum, hefir nú viS þetta í flestum atriSum
fallizt á skoSanir hinna, sem miklu gífurlegri og óþjáiari viSur-
eignar hafa veriS. — I Danmörku hafa jöfnunarmenn lítiS látiS
til sín taka, en í öllu sníSa þeir sig eptir félaginu þýzka, þótt
kraptinn vanti til framkvæmdanna.
Jafnframt þessum hreyfingum öllum er deilt um þetta mál i
ótal blöSum og bókum. Vér gátum þess fyrir skömmu, aS ýmsir
af hinum menntaSri mönnum hafa tekiS málstaS verkmannanna,
og þreyta þetta mál meS mesta kappi. Skírnir hefir áSur skýrt
lesöndum sínum frá hinum svo nefndu kennarastóls-jöfnunarraönnum
og Manchestermönnum. þaS eru tveir andstæSir flokkar af