Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 24
24
ALMENN TÍÐINDI.
tengir norSnrhlnta og snínrhlnta Vesturheims, og sameina þannig
tvö ahalhöfin, KyrrahafiS og AtlanzhafiS. Öllum kom saman um,
aS þetta væri hi8 mesta nauSsynjaverk, en um hitt voru deildar
sko?anir, hvar hentugast væri aÖ grafa skurÖinn. Nokkrir vildu
láta grafa hann viö sunnanvert eiöiö. J>ar rennur á noröur og
anstnr í Dariuflóann, sem Atrato heitir, og vestur af önnnr, er
Thuyra heitir, og fjallgarÖur á milli (hérumbil 700 feta á hæö).
þennan fjallgarö vildu sumir láta brjóta, og sameina þannig báöar
árnar, en sumir vildu láta grafa skuröinn nokkuru norÖar í fylki
þvi, er Nicaragua heitir í Miö-Ameríku. J>ar er stórt stöÖuvatn,
er tekur nafn af fylkinu, hérumbi) 160 ferhyrndar milnr á stærö.
Austur nr því rennnr á, er San Juan heitir, og austur í hafið.
Aö vestanveröu er aðeins mjótt eiði, og Andesfjöllin, sem ganga
eptir endilöngum Vestnrheimi, eru hér bæöi lág (um 260 fet) og
dælddtt. Flestir voru á þeirri skoðan, aö hér væri ráðlegast aö
grafa skurðinn, og hentugast myndi verða að hafa það stíflugarð
með flóögáttum, eins og opt er gert, þegar eins stendur á og hér
er. En skoðanirnar vorn deildar, fundurinn gat enga fasta
ákvörðun gert, og mál þetta sýnist eiga langa framtíð fyrir
höndum. Eitt af því, sem til umræöu kom, var að leggja járn-
braut frá Rússlandi til Peking, höfuðstaðarins í Sína. Járn-
braut þessi á að liggja yfir Úralfjöllin, 1200 feta yfir sjávarmál,
og þaðan austur um Síheríuheiðar til borgarinnar Krasnovansk
(Krasnojarsk), og þvínæst yfir Amur-löndin til Peking. Hún yrði
þannig í heild sinni lengsta járnbraut í heimi. Mál þetta var
mikið rætt, og Rússar gáfu góöar vonir um, að þetta myndi
komast á, áöur en langt um liði. Seinustu dagana var rætt um
uppruna og lífernisháttu ýmissa þjóöflokka, svo sem Galla-flokksins
í Abessyniu, Buisca-flokksins á Bogota-mörkinni í Suður-Ameríku,
Slava, Finna og margra fleiri, sem hér yrði of langt upp að
telja. Um leiö og fundinum var slitið, hélt Wallon ráögjafi skiln-
aðarræöu; hann þakkaði í fám orðum þjóðum þeim, sem tekið
höfðu þátt í samkomu þessari, og sent til sýningarinnar, og fetldi
jafnframt heildardóm á framfarir hverrar þjóðar, eptir gripum
þeim að dæma, er á sýningunni voru.
J>að er nú orðiö fast ákveðið, að grafa göngin undir