Skírnir - 01.01.1876, Síða 70
70
FRAKKLAND.
af París e8a frændur hans komist til valda, en þeir láta sér þó
hægt, og vilja sjá, hverju fram vindnr. í fyrrahaust var þó gerö
tilraun af þeirra hálfu til að fá greifann af Chambord (Hinrik
fimmta), að segja frá sér tilkalli til rikisins í hendur Orleansprinza,
en því var ekki nærri komandi, og tilraunin varð einungis til að
fjarlægja flokkana enþá meira hvorn frá öðrum. Orleaningar
hafa verið fjölmennir á þingi, og haft mikið að segja fyrir þá
sök, að þeir hafa fylgt stjórninni svo dyggilega. Lögerfðamenn
eru óþjálari viðureignar, en týna alltaf meira og meira tölunni,
svo þeirra gætir minna á þingi. þeir sitja á þingi yztir hægra
megin, en gefa þó stundum atkvæði með vinstri flokkunum, eink-
um ef þeir geta með því klekkt á Orleaningum, er verstir óvinir
þeirra eru.
þjóðvaldsmenn hafa haldið sér vel næstliðið ár, enda eiga
þeir ennþá hauk í horni, þarsern gamli Thiers er. þeim, sem
fastast bafa fylgt honum, hafa jafnan farið mál sín farsællegast
úr hendi, og mest af öllum unnið hylli og traust alþýðu þegar
fram í sótti. Allt ber á endanum að sama brunninum,
sem hann segir, og stjórnarskipun sú, sem hann hélt fram
fyrst í byrjun þessa þjóSveldis, er nú eptir allt rifrildi og bylt-
ingar orSin ofaná aptur. þjóSin hefirnú sannaS mál hans sjálf, þótt
óvinum hans tækist aS tálma því í bráSina. þaS er ekki
ofsagt, þótt Thiers sé settur efstur allra samianda sinna,
sem nú eru uppi, aS stjórnspeki, því enginn hefir betur kunnaS
meS að fara sínu máli, enginn betur þekkt skapferli og ástand
þjóSar sinnar og enginn variS kröptum sínurri betur í hag ætt-
jarSarinnar, en hann, enda finnur hún þaS og sér nú orSiS.
Flokkur hans fjölgar dag frá degi, og blöSin flytja orS hans og
ræBur út um landiS á hverjum degi og. lofa hann; þau vita vel,
aS þeim orSum er gaumur gefinn hjá þjóSinni. þegar hann
ferSast um, tignar hún hann sem frelsara ættjarSarinnar, og sýnir
honum ást sína og iotningu á allan hátt. Jafnvel óvinir hans
unna honum sannmælis; svo vinsæll er hann. *Sagt er, aS Mac
Mahon svíSi undir niSri allar þessar vinsældir Thiers, og þyki
sér vera gert lágt undir höíSi hjá honum, en er þó of dreng-
lyndur mabur til aS láta á því bera, enda hefir hann nú í