Skírnir - 01.01.1876, Page 88
88
SVISSLAND.
Eptir fall Napóleons dró hann sig aS raestn í hlé, en skrifaði
t>ó nokkur rit eptir þann tíma honnm til varnar, sem lítill gaumnr
var aS gefinn.
Svissland.
fegar tala& er um Svisslendinga, þá er ekki í rauninni
talað um sérstakt þjóðerni, heldur um sambandsþjdS f stjórnar-
legum skilningi. Á Svisslandi búa fjórir þjóðflokkar, J>jó8verjar,
Frakkar, ítalir og Rhæto-rómanar; JjjóSverjar eru mannflestir,
Frakkar svo, þá ítalir og síSan Rhæto-rómanar. íbúar þess eru
tvær milljónir og 665 þúsundir. Svissland er sjaldan viSburSa-
ríkt, en þegar eitthvaS ber þar viS, þykir þaS jafnan meiri ný-
lunda, en menn mættu vænta af því ríki, sem jafnlítiS hefir aS
segja út á viS og þaS. En af því aS þaS hefir um langan aldur
gengiS fremst í Evrópu í flestum þeim greinum, er snerta borgara-
legt frelsi, þá viljum vér gefa hér stutt yfirlit yfir ástand þess.
Svissland er friSsamt, og er einnig af stórveldunum álitiS
friSheilagt (neutralt). þaS hefir því eigi fastan her, en hver
maSur er skyldur aS verja ættjörSina, ef á þarf aS halda, enda eru
öll útgjöldin til hers og herbúnaSar eigi meiri, en um sex milljónir
króna árlega, og má sjá, a& þaS er mjög lítiS, er Svissland er
boriS saman viS Danmörku, sem er mannfærri, en geldur þó
14 milljónir króna í sömu þarfir. J>rátt fyrir þetta myndi þó
márgur herforingi hugsa sig vel um áSur en hann réSist meS vopn-
uSu liSi þar upp í fjöllin, því aS þar er hvert gil og hver kleif
jöfn hinum beztu köstulum, og góSir og hugmiklir drengir til
fyrirstöSu. Svisslendingar geta og, þegar svo á stendur, boSiS
út um tveim hundruS þúsundum vígra karla, svo þeir eru ekki á
hjarni staddir,, þótt ófriSur kæmi uppá. Ríkisskuldir eru þar
litlar, og í mörgum fylkjum alls engar. J>jóBeignir lýSveldisins