Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 127
JAKUB K.HAX. SACHALIX. MAXXSLÁT.
127
liggur á hérumbil sömu mælistigum og England; kolanámur eru
þar miklar, er Japansmenn hafa eigi notaS; sagt er og, a8 þar
sé mikiS af málmum í jörSu , og yfirhöfuS sé eyin mjög frjóvsöm.
J>ykjast Rússar hér vel hafa veitt, er þeir nú geta haft flota
mikinn í Kyrrahafi og fengið gnægS kola frá Sachalin.
25. febr. andaSist Severyn Gosczynski, bezta skáld
Póllendinga á þessari öld. Hann fæddist 1803 í Ukraine og
varS þegar í æzku svo hrifinn af fornsögum og frelsiskvæSum
Kósakka-bændanna, aS hann ásetti sér þá þegar aS verSa skáld
og frelsisvinur. þegar hann síSan var orSinn stúdent og las viS
háskólann í Warschau, gaf hann út kvæSi eitt, sem taliS er
mesta meistaraverk; þaS heitir Zamek Kaniowski („höllin í
Kaniow") og er sönn og fögur iýsing á lífi og híbýlaháttum
Kósakka, einsog þeir voru á þeim tímum. Hann var og einn af
frumkvöSlunum til uppreistarinnar á Póllandi (1830), og tók þá
þátt í öllum orustum, og orti um þær mundir(fyrir Póllendinga )
eina hina fegurstu og áhrifamestu hersöngva og frelsiskvæSi, sem
til eru á nokkru máli.
Austurriki og Ungverjaland.
Linlegar hafa sóknirnar veriS í framfaralega stefnu í löndum Aust-
urrikiskeisara þetta áriS, einsog vanlegt er. Stjórnin lætur sér jafnan
meira annt um ab sýna á sér stórveldissvipinn í erlendum málum
t. a. m. í austræna málinu, en beita nokkrum kjarki og framtakssemi
i innlendum raálum, enda eiga flestöll nýmæli þar langt i iand,
sem til framfara horfa, hvaS nauSsynleg sem þau eru. þetta
á þó einkum viS vestari hlutann, þar sem þjóSverjar rába lög-
um og lofum, en í Ungverjalandi hafa framfarirnar orSiS sýnu
meiri síban aBskilnaSurinn varS. Austurríki baggar þjóSernis-
haráttan, er þjóSverjar vilja enn í engu slaka til viS hina flokkana,
sem þó eru langtum fieiri aS tiltölu, og heldur ekki vilja láta