Skírnir - 01.01.1876, Blaðsíða 154
154
SVÍIíJÓÐ OG NOREGUR.
frá Bregentved. Hann hefir stundnm veri® sendiherra Danakon-
ungs í útlöndum, en eptir ab bann tók við föðurleifð sinni (1865),
varð hann landsþingismaSur; hann var fátalaður mjög á þingum,
en var þó samt sem áður einn af helztu mönnum jarðeigenda-
flokksins. YiS rábgjafaskiptin í fyrra vor tók hann við utan-
ríkismálum, og hélt þeim síðan í tæpt missiri. Hann andaðist 1.
október í fyrra fimmtugur að aldri, og heitir sá Rosenörn-Lehn,
harún vellauðugur, er utanríkisráðgjafi er orSinn í stah hans. —
Enn er Moltke-Hvitfeldt ,* greifi að Glorup, fyrrum
sendiherra í Neapel. Hann var ágætismaSur mikill og mjög
hiynntur öllum vísindum. Islenzkum bókmenntum var hann og
mjög sinnandi, og var um langan tíma félagi „Bókmentafélags-
ins“ og síSan heiSursfélagi þess.
Svíþjóð og Noregur.
í SvíþjóS er líkt ástatt og í Danmörku meS flokkaskipun-
ina á þingi. þar eru „mennta“mennirnir gagnvart „landmanna“-
* flokknum eða bændavinum, og lendir þeim jafnan saman í hörSum
deilum á hverju þingi. Bændavinir eru langtum fleiri aS töluuni
til, einkum í „annari“ deild þingsins og ráSa þar jafnan lögum og
lofum. „Mennta“mennirnir eru aptur á móti jafnan skipaSir í
stjórnina, því aS svo vill konungur vera láta, og bera þeir fyrir
þá sök enn sem komið er höfuS og herðar yfir hina. Bænda-
vinir eru heldur ekki nú sem samþykkastir sín á milli. þar
eru tveir flokksforingjar, sem hnippast á í flestum málum, og
heitir annar Jöns Persson, en hinn Emil Key. Persson og hans
flokkur eru mestu andvígismenn stjórnarinnar í hverju sem er,
en hinir vilja fara að öllu stillilegara og rata meðalveginn. þeir
hafa og vanalega orðið ofaná, einkum árið sera leið. Yið kosn-
ingarnar til ríkisþingsins í haust sigruðu bændavinir enn að nýju,
en urSu þó litlu liðfærri en áður. Óskar konungur setti sjálfur
ríkisþingið 19. febrúar í vetur með mikilli viShöfn, einsog vant
er; var og meS meira móti um aS vera, þvf aS í þetta skipti