Skírnir - 01.01.1876, Síða 173
•ÍAPAN.
173
Japan. í fyrra vor héldu Japansmenn gripasýningu
mikla, og sótti hana fjöldi manna úr öllum löndum; þótti flest-
um mikils um hana vert, og margt nýstárlegt mega sjá, enda
hafa Japansmenn tekið meiri framförnm, en flestar aSrar þjó&ir
á síSari árum. þegar Bandamenn höfSu lagt Kyrrahafsbrautina
miklu og gufuskipin fóru aS ganga milli San Francisko og Japan,
byrjaSi sem nýtt blaS í sögu þeirra. Yerzlunin jókst margfalt
viS þaS sem hún áSur var, og þeir tóku tveim höndum á móti
hverri nýbreytninni á fætur annari; verksmiSjur jukust óðum, og
iðnaSi þjóSarinnar fleygöi áfram á skömmum tíma. — þing-
skipan hafa og Japansmenn fengiS (einsog minnzt var á í fyrra),
þó varla sé ennþá nema a& nafninu til. Keisarinn kýs sjálfur
alla þingmennina; þeir eru 30 aS tölu, flestir löglærSir menn og
eSalbornir. Fulltrúaþing er ekkert, en skattlöndin hafa þó leyfi
til að halda fundi meS sér, og senda menn af þeim á fund innan-
ríkisráðgjafa til aS hera upp vankvæSi sín.
Helztu nýmælin, sem orSiS hafa þetta áriS, eru almennt
trúarbragfeafrelsi og jafnrétti kvenna. TrúarbragSarfrelsiS er eina
réttarbótin í Japan, er mætt hefur mótstöSu hjá alþýSu manna.
ESalmennirnir taka fegins hendi viS flestum breytingum og alþýSa
fylgir þeim, en hér voru prestarnir annars vegar, og æstu upp
alþýSuna. Margar af eignum prestastéttarinnar hafa einnig veriS
lagSar til skóla og menntastofnana. Meiru skiptir þó, aS Mutsu-
hito keisari hefur veitt konum fullkomiS jafnrétti viS karlmenn,
því aS þar hafa Japansmenn orSiS á undan öllum NorSurálfuþjóS-
um, nema ef telja ætti Svisslendinga. Konur hafa og áSur veriS
miklu réttminni í Austurálfu, en í nokkrum öSrum hluta heimsins,
og má svo aí> orSi kveSa sem þær hafi veriS ambáttir aS lögum.
Svo er sagt, aS keisarafrúnni í Japan, Haruko aS nafni, sé
nýmæliS mest aS þakka og hafi hún fyrst riSiS á vaSiS aS brjóta
fornar venjur Austurálfu kvenna.