Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 11
MANNVIRKIÐ í REYÐARVATNSÓSI
15
og gætu bent til að Björn hafi haft vitneskju sína frá Noregi.25 En um það
er auðvitað crfitt að dæma hvaðan vitneskjan muni vera komin.26
Björn hefur væntanlega hugsað sér að veiðitækið teinur hafi verið sett
í bilið á milli garðs og hólma. En leysa þarf úr því efni hvort garður með
áföstum teinum hafi getað nefnst ástemma. Mér þykir það ósennilegt því
að ástemmu hefur verið ætlað að stífla ána alveg en í gegnum „teinagarð“
hefur seytlað vatn auk þess sem vatn hefur streymt í gegnum teinurnar.
Slíkur garður hefur vart verið nefndur ástemma, aðeins kallast garður eða
þvergarður eða garður um þveran ós - eitthvað í þá veru. Bilið sem er á
milli garðs og hólma hlýtur að hafa myndast síðar.
VI
Næst skal vikið nánar að því sem fram kom í þriðja kafla að tilgangur-
inn með garðinum í ósnum hafi sennilega verið sá um 1200 að veiða
silung. Áin hcfur verið stífluð til þess að taka mætti silung í hyljum,
pyttum og á þurru. En hélst Reykhyltingum þetta uppi?
Kirkjan í Reykholti átti rúmlega fimm áttunduhluta allrar veiði í
Grímsá en samkvæmt ákvæðum Grágásar varð hún að eiga alla veiðina til
að leyfast að stífla ána.27 Hér hlaut að þurfa að koma til samþykki þeirra
sem áttu tæpa þrjá áttunduhluta og hefðu þeir þá átt að eiga ástemmuna
líka, að sama hluta. Þar sem Reykholtskirkja átti ástemmuna ein, gæti
það bent til þess að henni hafi ekki verið ætlað að stífla ána.
Ekki er mér ljóst hvort Reykholtskirkja átti landið norðan við ósinn.
Árið 1837 var henni einungis lögfest landið „austan frá Drangshlíð og
útundir Fossárflóa". Árið 1895 keypti Lundarreykjadalshreppur af
Reykholtskirkju ma. „land við Reyðarvatn“ en árið 1898 keypti Anda-
kílshreppur Gullberastaðatungu og var hún talin vera á milli Lambár óg
Fossár.28 Samkvæmt því áttu Gullberastaðir landið austan óss, alveg að
Fossá. Þó er sagt að Reykholt hafi átt sel undir Vestri Fossárhöfða og,
25. Sbr. Sportfiskerens leksikon, dálkur 1465.
26. í registri í íslenzku fortibréfasafni II (1888-93), bls. 1075, stendur: „teinar: fiskr geingr
í teina ( = háfí kistu)“. Ef þetta merkir kistu gerða af kassalaga ramma með neti yfir,
samsvarar það væntanlega teinum í norsku lýsingunni (kassi með neti yfir) og kistu
Björns. Sótti Björn kannski vitneskju sína í fornbréfasafnið og útgcfandi þess sína
vitneskju til Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur?
27. Tilv. st.: „Eigi skal maður leggja net um þvera á... og eigi gerða... nema hann eigi
alla ána. ...Garður eða net er óheilagt ef um þvera á er lagt...“
28. Sjá hæstaréttardóm 20. októbcr 1967, mál nr 84/1966, einkum bls. 920-25.