Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 119
TÓFT UNDIR HELLISBJARGI
123
að sverja fyrir að húsið hafi verið rifíð og grjót úr því flutt burt til ann-
arra nota. En þess má minnast, að sá byggingarmáti hefur tíðkast ntjög
í Papey, að útveggir séu úr torfi nenta þá helst allra neðst, en innveggir
aftur á móti úr grjóti; hátt uppeftir eða jafnvel alveg upp úr. Má enn sjá
þetta í tóftum húsa í bæjarþyrpingunni í Papey. Virðist óhætt að gera
ráð fyrir að Hellisbjargshúsið hafi verið þannig byggt, að veggir hafi
verið úr grjóti neðst, en hærra miklu að innan en utan, og svo úr torfi
að ofan. Á norðurhlið, þar sem sást í óhreyfðar undirstöður bæði að
innan og utan, var ljóst, að þykkt veggja var a.m.k. 1,5 m neðst, en
eflaust hafa þeir dregist að sér upp eftir.
Efni í veggina hefur verið nærtækt. Grjótið úr björgunum að baki og
til vesturs, og næg stunga var í mýrinni. Sumt grjótið var stuðlabergs-
drangar og hafa víst sumir staðið upp á endann í hleðslu, en aðrir legið
ýmist þvers eða langs. Getið skal þess, að í norðausturhorni var einn
svo stór steinn, að bar langt af öllum öðrum og náði nær upp úr
grasrót. Við nána athugun gjóskulaganna sást, að steinn þessi var
aðskotadýr, hefur hrunið úr bjarginu og sest þarna að eftir að hvíta
gjóskan tell, árið 1362, en líklega áður en þykka svarta lagið kom til
sögu (1477?).
Austurgafl hússins, sá sem undan snýr bjarginu og vel má kalla
framstafn, sást ekki síður vel en hinir veggirnir að ógröfnu, enda var
þar grjótbálkur eins og annars staðar. Undirstöðusteinar voru þó tæpast
eins fastir í sessi þar og á hinum hliðunum þrcmur, ef til vill af því að
þarna höfðu verið dyr fyrir miðju og veggnum því enn hættara fyrir þá
sök að gjörhrynja. Dyrnar sáust að því leyti mjög greinilega, að hellu-
lögn lá órofin úr húsinu og fram gegnum þær. Skal nú, áður en lcngra
er haldið, hugað að gólfinu í húsi því sem þegar er lýst.
Gólf hússins birtist sem þunnt lag af ösku, yfirleitt dökkleitri og lét
hún til dæmis mikið á sér bera um miðju hússins. Par voru allvænar
hellur í gólfi, fremur haganlega fyrir komið og ekki virtist vafi á lcika,
að á þeim hafi eldur verið kyntur. Þótt ekki væri það beint afmarkað,
má nteð fullum rétti kalla þetta eldstæði og telja það því sem næst 1,20
m á lengd og 40-50 sm á breidd. Askan var áberandi mest á eldstæði
þessu og sáust í henni hvítar agnir af brenndum beinum. Erfitt var að
finna heillcga viðarkolamola í öskunni, en þó tókst að safna nokkrum
molum, yfirleitt smáurn, bæði við eldstæðið og annars staðar á gólfinu.
Vestur frá eldstæðinu og líkt og í beinu franthaldi af því, höfðu verið
lagðar hellur eins og stétt, allar aflangar og lágu þvert hlið við hlið.
Dettur manni mjög í hug, að ekki hafi af veitt til þess að hægt væri að