Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Síða 99
MANNAMINJAR SEM MÆLDAR VORU UPP OG RANNSAKAÐAR
103
M o — 1 l!/l Jjs/Ju 1\l/J/j // II 11 // 1 / J il 11 Jl j / III Jjjj 1477?
■\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\' “ .... —
rttwrwwwwwwYÆ rrrrrn 1362
ASKA
0.5 — 1967 198 1
981
18. mynd. Þversnið í sjávarbakkann norðan við Hjallatanga. - Fig. 18. Sections at the shore north
of Hjallatangi.
það 30 sm fyrir neðan grasrót. Lítillega vottaði fyrir viðarkolaögnum í
öskunni. Lagið lá að heita mátti niðri á sjávarsandi, en rétt fyrir ofan
það, og þó ekki alveg á því, heldur með þunnu moldarlagi á milli, lá
hvíta gjóskan, mjög skýr, 2-3 sm á þykkt, eins og víðast livar á eynni.
Fyrir ofan hvíta lagið var svo mold upp í grasrót, en vera má, að þar
hafi verið vottur af dökka gjóskulaginu, sem yfirleitt sést ofan við hvíta
lagið. í upphafi Papeyjarrannsóknanna var því ekki gefinn sá gaumur
sem skyldi.
Sumarið 1981 var mynd sjávarbakkans sú, að hvíta lagið frá 1362
vantaði með öllu á 8,2 m löngum kafla, en báðum megin út frá þessu
bili var það skýrt og skarpt eins og vel sést á mörgum ljósmyndum,
sem teknar hafa verið (19.mynd). Á einum stað í þessu bili var allvænt
öskulag, mesta þykkt um 5 sm, rösklega 35 sm fyrir neðan grasrót
(18.mynd II). Ofan á öskulaginu er 1,5 sm þykkt malarlag, sem stór-
brim hefur borið upp á landið, en þar ofan á 2 sm þykkt gráleitt gjósku-
lag, sem helst virðist vera hið alþekkta dökka lag, sem á að vera
skammt ofan við hvíta lagið (B á 28. mynd).1 Það sem einkennir þetta
snið er að hvíta lagið vantar alveg. Er varla annað hugsanlegt en að það
hafi horfið á þessu bili vegna einhverrar mannlegrar starfsemi.
Þar sem hvíta lagið tók aftur við beggja vegna við auða bilið, varð
vart viðarkolaagna, og öðrum megin öskuklessu 15 sm inn undir því frá
auða bilinu talið. Var þar gert þversnið, sem lýsa má á þessa leið
(18.mynd III): 45 sm frá grasrót er bleik öskuklessa með kolaögnum í,
1. Þetta lag var greint við uppgröft í Gautavík í Berufirði (sjá staðsetningu á korti á 4.
mynd) (Guðrún Larsen 1982). Sjá einnig Sigurður Þórarinsson 1958, bls. 50-56.