Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 197
ÍSLENSKUR EINKAGJALDMIÐILL OG ÝMIS GREIÐSLUFORM
201
létu slá fyrir sig erlendis, þá helst hjá L. Chr. Lauer, hafi látið N.
Hansen & Co. (galanterivarehandlerfirma en gros) annast alla milli-
göngu. V. T. Thostrup lét þó N. Hansen & Co. annast útgáfuna (sjá nr.
64).3
íburðarmesta útgáfa vörupeninga hérlendis hefur alltaf verið talin sú
sem Pétur J. Thorsteinsson stóð að.
Komið hefur fram á prenti að bakhlið vörupeninga Ólafs Árnasonar,
Stokkseyri (nr. 19 og 20), ogJ.R.B. Lefolii, Eyrarbakka (nr. 16, 17 og
18), væri ein og hin sama.4 Þetta er rangt, þessir ofangreindu vörupen-
ingar eru með áþekka bakhlið, þ. e. a. s. textann „GEGN VÖRUM“ og
svipuðum laufasveig í kring. Eftir nána athugun reynast þó eftirtaldir
peningar ekki aðeins með eins bakhliðar, heldur slegnir með sömu
mótum. Samsvörun kemur fram í eftirtöldum verðgildum:
Nr. P.J. Thorsteinsson 3. útg. Nr. J.R.B. Lefolii
15 500 aurar 18 100 aurar
14 100 - 18 100 -
13 50 - 17 25 -
12 25 - 16 10 -
Um er að ræða þrjú mót, allir peningarnir nr. 14, 15 og 18 eru slegnir
með einu móti, nr. 13 og 17 með öðru, en nr. 12 og 16 með því þriðja.
Að þessu athuguðu má fullyrða að P.J. Thorsteinsson ogJ.R. B. Lefolii
hafi látið slá peninga sína á einum og sama staðnum og á svipuðum
tíma. Smásjárathugun þurfti til að greina sameiginleg einkenni á letri og
laufamunstri.
Sömu sögu er að segja um brauðpeninga þá sem A. Frederiksen,
Reykjavík, gaf út og Þingeyrarbakarí. Bakhlið þessara brauðpeninga er
slegin með sama mótinu. Þessar staðreyndir segja okkur hvorki hvar né
hvenær pcningarnir voru slegnir hcldur tengja aðeins uppruna þeirra
saman. Uppruni þeirra kemur í ljós við athugun á merki því sem
Danska bakaragildið notaði á auglýsingapeningi sínum á vörusýning-
unni 1888. Merkið, krýnd brauðkringla með tveim ljónum og sverðum,
var slegið fyrir Danska bakaragildið hjá L. Chr. Lauer í Nurnberg. Af
þessu má ætla að brauðpeningar Þingeyrarbakarís og A. Frederiksen
hafi einnig verið slegnir hjá L. Chr. Lauer. Brauðpeningar voru af
nokkuð öðrum toga, enda eru þeir enn löglegir eða leyfilegir ef svo
3. V. Bergs0c, Danske Medailler og Jetons.
4. Sjá t. d. O.B. Carlscn 1962.