Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 27
RÁÐI SÁ ER KANN
31
ekki sjást neinar álmur út úr þeim hluta sem sést. Gæti tíundi stafurinn
því verið I, E eða S.
Á hinni hliðinni eru 13 heilar rúnir og hluti af hinni fjórtándu. Fyrsti
stafurinn, eða sá sem lengst er til vinstri, er ekki nema hálfur og er
beinn leggur. Hér kæmu til greina I, E, A eða S. Par á eftir standa staf-
irnir RSSÞNL ÞERLRNR. Á milli þessara tveggja „orða“ er punktur
og er það merki, sem notað er til að skipta orðum. Algengara er
reyndar að þrír punktar eða þrjú stutt lóðrétt strik hvert upp af öðru séu
notuð í þessum tilgangi.4
Rúnakeflið frá Stóruborg var ekki inni í byggingu, heldur lá það í
sorpblönduðu leirlagi milli bygginga. Sakir þess hve djúpt það var í
rústunum kcmur vart til greina að það sé yngra en 1500. Sjálft keflið
kann einnig að vera nokkru eldra en lagið sem það lá í, ekki er auðvelt
að geta sér til um hve lengi það var í höndum manna, áður en það
brotnaði, féll í moldina og týndist.
Áletrunin sjálf ber ekki með sér augljós merki um eigin aldur það ég
get séð. Anders sá Bæksted, sem ritað hefur um íslenskar rúnaáletranir,
segir rúnina ^ fyrir e eldri en <j), sem algengari er í íslenskum rúnaáletr-
unum. Þó telur hann báðar cldri en upphaf rúnaskriftar á íslandi,
þannig að óvíst er hve mikið þetta segir.5 Þá er XCmeð löngum hliðar-
greinum talið yngri gerð af þeim staf.6
Rúnirnar eru, vel og snyrtilega skornar og skýrar en það kemur fyrir
ekki. Það er ekki hægt að lesa úr þeim skiljanlegan texta. í báðum
þessum klausum eru samhljóðar sýnu of margir til að fá megi nokkur
4. Anders Bæksted: lslands runeindskrifier, bls. 36.
5. Anders Bæksted: Islands runeindskrifier, bls. 39 og 51.
6. Anders Bæksted: Islands runeindskrifier, bls. 41.