Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Side 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tveimur hinum fyrstnefndu (f og g) og reyndar einnig á hinni þriðju (h), ef horft
er bcint í endann eða brotsárið, þótt það sjáist ekki á teikningunni. Ef þessar spýtur
eru allar úr sama krossinum, hefur hann verið af einfoldustu gerð, sem Nörlund
kallar „crosses having a rectangular outline and no ornamentation",3 en 10 slíka
krossa telur Nörlund fundna á Flerjólfsnesi. Pykkt, í fyrrgreindri röð 0,7 sm, 0,85
sm og 0,9 sm.
i. Mjög greinilega þvertré af krossi af hinni einföldustu gerð eins og talað er um hér
að ofan. Þykkt 0,9 sm.
j. Þetta er þvertré af krossi af þeirri gerð, sem Nörlund kallar „crosses having semi-
circular or segmental hollows at the intersections",4 kross sem verið hefur mjög
líkur Papeyjarkrossinum að því er best verður séð (þótt Nörlund hafi reyndar
hikað við að telja hann til þessa sérflokks, en það skiptir litlu máli; mörk milli
flokka hans eru sýnilega ekki alveg skýr). Þykkt mest 0,6 sm.
k. Þetta er rúmlega helmingur af þvertré, sem hcfur verið næsta líkt því hér á undan
(j), nema hvað smáútskot er á nær enda til skrauts, og er annað brotið af nú, en
brotsárið greinilegt. Þykkt 0,55 sm.
Hér má svo bæta við, að Nörlund gefur einnig dæmi um krossa,
búna til úr tveimur algerlega óunnum spýtum, sern festar eru saman í
kross.5 Sumar spýturnar úr Papey, sem engin mannaverk eru á, hefðu
vel getað verið notaðar í slíka krossa.
Þegar frá eru skildir þessir síðastnefndu frumstæðu krossar frá Her-
jólfsnesi, sem fremur eru einber tákn heldur en raunverulegir hlutir, eru
grænlensku krossarnir yfirleitt vandlega gerðir. Þeir eru vel fægðir og
jafnir, oft laglega skreyttir. Að þessu leyti skara þeir frain úr Papeyjar-
spýtunum, sem ekki bera nein merki slíkrar vandvirkni. Nörlund
bendir á, að sumir grænlensku krossarnir séu að meginformi skyldir
vissum evrópskum krossum miðalda, aðrir ekki, og sýni þeir nokkra
heimafengna uppáfinningarsemi.
Ekki væri skynsamlegt að reyna að draga neinar ályktanir af gerð
krossanna eða spýtnanna úr Papey. Nægja verður að segja, að þeir
minni svo mikið á miðaldakrossana frá Herjólfsnesi, að líklega séu þeir
af sömu hefðinni runnir. Herjólfsneskrossarnir voru í gröfum manna,
en sams konar hefur ekki fundist á íslandi. Líklegt er þó, að slíkt hafi
tíðkast hér eins og á Grænlandi. Það sem nú gæti virst vera sérnrerkilegt
grænlenskt fyrirbrigði, getur eingöngu verið afleiðing hinna frábæru
varðveisluskilyrða í kirkjugarðinum í Herjólfsnesi.
3. Ibid, bls. 206, mynd 144 í miðju.
4. Ibid, bls. 206, mynd 144 lengst til hægri.
5. Ibid, bls. 214, mynd 151.