Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Side 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
af honum eru klettar, lausir við land, sem heita Flóðkambar (62). Par
verpa fáeinar ritur.
Sunnan Hákarlavogstanga er Trévík (63), sem er rekasælasta skonsa á
eynni. Innan við botn hennar er hólþúfa, sem heitir Trévíkurhóll (64).
Sunnan Trévíkur er allstór vogur, hömrum girtur á þrjá vegu og heitir
Árhöfn (65). Er mynni hans talsvert breiðara en botninn. Nyrðri hamr-
arnir heita Skáhnar (66), Háskálmar (67) (40 m) Eystri Háskálm (68),
Vestri Háskálm (69) og Lágskálmar (70) (20-25 m), Eystri Lágskálm (71),
Vestri Lágskálm (72). í sóknarlýsingunni frá 1840 virðast þessi björg einu
nafni vera kölluð Skálmabjörg.
Gegnt eystri Háskálm austast er hár og brattur hóll, og heitir skoran
milli hans og skálmarinnar Jörundarskora (73). Á hún að draga nafn af
Jörundi nokkrum, sem sagt er að hafi hlaupið yfir hana. Ef stökkið
hefði mistekist, var þar 40 m fall niður á klöpp. Áður var hægt að
ganga Jörundarskoru niður í Árhöfn, en í briminu mikla 1909 sópaðist
svo undan skorunni, að þar er nú 20 m þverhnípt bjarg. Nafn Skálm-
anna var skýrt svo, að þar átti að hafa komið loðin loppa út úr berginu
með skálm, sem skar á festi sigamannsins, svo að hann hrapaði til bana.
Sunnan Árhafnar er Góðabjarg (74) hæst 35 m. Öll þessi björg eru þakin
fugli og er mest af ritu og svartfugli, en auk þess nokkuð af fýl og lunda
í brúnum. Gott lægi er á víkinni fyrir smærri skip og er helst kvartað
undan of miklu dýpi.
Fremst á tanganum sunnan Árhafnar er Breiðaborg (75), um 15 m hátt
berg. Heldur ofan við mitt bjargið er hellir, sem heitir Rœningjahellir
(76). Hann er lítill og frekar ómerkilegur, þegar inn í hann er komið,
og stendur vatn uppi í honum. Allauðvelt er að klifra niður í hann að
ofan, en frá sjó er mjög erfitt að sjá munnann nema fyrir kunnuga. Sagt
er, að Papeyingar hafi falist þar, þegar Tyrkir rændu, og er það vissu-
lega góður fclustaður.
Sunnan við Breiðuborg er mjór alllangur vogur, sem heitir Víkinga-
vogur (77). Þar er brimasamt og engin lending. Sunnan við Víkingavog
næstum vestast á tanganum er nokkurn veginn kringlóttur klettur, sem
heitir Nónborg (78). Er hún norðan við Selavog. Milli Árhafnar og Sela-
vogs er allmikill tangi og er norðarlega á honum stakur klettur, sem
heitir Kastali (79). Þar létu börn Gísla sem væri kaupstaður huldufólks.
— Er nú lokið að lýsa strandlengjunni kringum eyna.
Skammt norður af Eystri Skálm er Hellisbjarg (80). Það er hæsti
staður á eynni (58 m), og er þaðan mjög víðsýnt. Það er allstórt um sig
og klettótt, en þó er víðast hægt að ganga upp á það nema að norðan.