Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 87
MANNAMINJAR SEM MÆLDAR VORU UP1J OG RANNSAKAÐAR
91
Snorra Jónssonar hefur færst frá austanverðri eynni og suðaustast á hana
á þeim 20 árum sem í milli eru heimildanna. Rústirnar við írskahól
hans, nafnlausar að því er virðist, kallast árið 1901, samkvæmt Bruun
Paparústir, þær sömu sem nú heita Papatættur.6 Það nafn virðist þá
vissulega vera til komið eftir daga gönrlu Papeyinganna í eynni.
Eftir að hafa lýst allvel Paparústum, sem nú heita Papatættur, kemur
Bruun aftur að því, að tóftir séu á austanverðri eynni, við Papavík,
eignaðar írum. Nafnið Papavík kenrur hvergi annars staðar fyrir. Lík-
legast virðist, að hér sé um misskilning að ræða, og að Bruun eigi við
sjálfar Papatættur, sem hann er rétt búinn að lýsa. Papavík væri þá
væntanlega Mávabyggðavík (37). Hvernig sem þessu er farið, kannast
niðjar Gísla alls ekkert við nafnið Papavík.
Ekki er auðséð, hvað Bruun á við, þegar hann talar um „ubestemme-
lige Tomter" austan við írskahól, en þó eru þar sumsstaðar leifar af
mótættum og einnig þúfnabörð, sem minnt geta á rústir. Sennilega er
það þetta, sem átt er við. Naustið sem Bruun nefnir „et ældgammelt
Baadskur“, er eflaust naustið sem Gústaf segir að hafi verið í Selavogi
en hefur smám saman brotnað í sjó og er nú með öllu horfið. Annað
eins og þetta er vitaskuld þarflaust að nefna í sambandi við hugsanlegar
papaminjar. Verður ekki annað sagt en að Daniel Bruun hafi oft tekist
betur en í greinargerð sinni um írskar minjar í Papey.
Niðurstaða af þessu uppgjöri um örnefnin tvö verður á þessa leið:
Gömlu Papeyingarnir hafa kallað írskahól austast á eynni og hermt
sagnir um vist papa þar, en ekki annars staðar. Eftir að Papeyingar hinir
nýju, með Gísla Porvarðarsyni, settust að í Papey um aldamót, hefur
þetta nafn, írskihóll, færst á hól suðaustast á eynni, og heita þar nú
írskuhólar. Bæst hefur við nafnið Papatættur, sem virðist örugglega
myndað eftir 1879, og er nafn á minjum við hól þann, sem áður hét
írskihóll, en minjarnar voru þá sjálfar nafnlausar. Hér á eftir eru nöfn
notuð svo sem þau eru nú.
4.Í.Í. írskuhólar
Eins og þegar er sagt, eru smáhólar þessir suður og niður frá bæ,
austur af Hjallatanga. Þeir eru að öllu leyti náttúrulegar myndanir,
klapparhólar með nokkrum grasi grónum jarðvegi yfir. Einn er þeirra
6. Lýsing hans kemur best heim við þá tóftasamstæðu, þó að hér rugli hann aftur áttum.
Hann talar um syðsta hluta tóftalengjunnar, scm á að vera austasti hluti hennar. Rapa-
tættur vísa u.þ.b. í austur-vestur.