Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Side 158
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þverskurður var á sama hátt gerður um hólinn miðjan og austur-
kampur dyra látinn sjást í sniðinu (58. mynd). Það sýnir, að aðeins eitt
lag af hleðslusteinum er neðst í kampi og að nær miðju hússins er bak-
veggur hærra hlaðinn með grjóti en framveggurinn.
Eftir að langskurður og þverskurður höfðu verið vandlega athugaðir
og mældir, var grafið út úr öllu húsinu innan veggja og skal því nú lýst
í heild sinni.
Húsið sem í ljós kom við uppgröftinn reyndist vera mjög skýrt í
öllum meginatriðum. Veggir þess hafa að mestu leyti verið hlaðnir úr
torfi, en undirstaða þeirra er þó úr vænu og lögulegu grjóti, víðast hvar
aðeins einu lagi, sumsstaðar þó tveimur, en hæst beint á móti dyrum,
3—4 lögum; einhverra hluta vegna hefur verið talið æskilegt að þar væri
grjótveggurinn hæstur. Austurstafn hússins var að því leyti sérstæður,
að hann hefur verið úr eintómu torfi niður úr. Þetta var mjög skýrt, því
hvorttveggja var, að steinhleðsla hliðarveggja snarstansaði þar, svo og
hitt, að grátt lag ofan á bálki teygði sig upp þar sem torfstafninn hafði
verið. Þykkt veggja hefur verið 1,20-1,40 m neðst, en vafalítið hafa
útveggir dregist upp eftir, svo að grunnflötur gefur ýkta mynd af
veggjaþykkt í svo litlu húsi. Ekki var grafið frá útveggjum nema á kafla
á suðurvegg vestur eftir. Þar sást, að eitt lag af stórum steinum væri í
undirstöðu veggja. Slíkir steinar sáust þó ekki þar sem langskurður skar
gaflana.
Að ógröfnu sást laut eða skarð á sunnanverðum hólnum og mátti
renna grun í, að þar mundu hafa verið dyr hússins. Það reyndist rétt
vera. Þar voru dyr á miðju húsi og sneru nokkurn veginn móti suðri.
Dyrabreidd var um 70 sm og kampar snyrtilega frágengnir með lag-
legum undirstöðusteinum. Fáeinar hellur eru í gólfi og innarlega í
dyrum steinn sem ber af öðrum og má vel kalla einhvers konar
þröskuld (59. mynd). Gólfið er 10-12 sm hærra en húsgólfið inn af
dyrum.
Húsið sjálft er aflangt og mjótt, um 5,25 m að lengd og 1,75 m að
breidd. Lengdin er því nákvæmlega þrisvar sinnum breiddin, hvort sem
það hefur nú verið af einhverri sérstakri útsjón gert eða ekki. Um allt
miðbik hússins er þunnt öskulag á gólfi, dæmigerð gólfaska með viðar-
kolaögnum og hvítum örðum úr brenndum beinum, einnig gjörsam-
lega uppleystum, óbrenndum beinum, sem nánast sáust eins og
skuggar. Upp um þetta gólf sást ber klöppin á allstóru svæði beint inn
af dyrum, og undir öllu húsinu er örgrunnt á klöppina. Þar sem hún
hefur verið óslétt, hafa sumsstaðar verið lagðar hellur til uppfyllingar
og á stöku stað eru hellur við veggi, og mundu þar ef til vill vera kall-