Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 75
3. KAFLI
MINJAR UM FRUMKRISTNI Á ÍRLANDI
OG SKOSKU EYJUNUM
Ekki er nákvæmlega vitað af rituðum heimildum, né eru fræðimenn
sammála um hvenær norrænir menn námu land eða tóku sér bólfestu á
Orkneyjum og Hjaltlandi. Af fornminjum virðist þó mega ráða, að það
hafi átt sér stað einhvern tíma á 9. öld.1 Sú þjóð sem byggði þessar
fornfrægu eyjar á undan þeim voru Piktar,2 að mörgu leyti dularfull
þjóð, sem líklega hefur ekki verið einnar ættar mannfræðilega, en hafði
um nokkrar aldir að minnsta kosti verið pólitísk og tungumálaleg
eining, konungsríkið Piktland, og eyjarnar voru hluti af því. Yfir
tungumáli Pikta eða Pétta ríkir mikil hula, en nafn þjóðarinnar er af
öllum talið varðveitt í nafni sundsins sem skilur að Skotland og
Orkneyjar, The Firth of Pentland eða Péttlandsfjörður eins og norrænir
menn kölluðu þetta sund.
Um trúarbrögð Pikta áður en þeir urðu kristnir er sama og ekkert
vitað fremur en annað sem þá varðar, enda skiptir það ekki miklu máli
í því sambandi sem hér er um að ræða. Þess má þó geta, að helstu
heimildir um þetta efni eru táknmyndasteinar þeir, sem finnast hér og
hvar á því landsvæði, sem péttneska konungsríkið náði yfir, þar á meðal
bæði í Orkneyjum og á Hjaltlandi. En þótt þessir péttnesku mynd-
steinar séu auðþekktir og engu öðru líkir, eru táknin, sem á þeirn eru,
enn ekki ráðin og verða sennilega aldrei, hversu lengi sem menn velta
vöngum yfir þeim.
Piktar urðu snemma kristnir, eins og vænta mátti, þar sem þeir áttu
kristnar þjóðir að nágrönnum. Kristni kom til þeirra eftir fleiri en einni
leið og skal ekki gerð tilraun til að greiða úr allri þeirri flækju, sem þetta
rannsóknarverkefni er vafið í. Það sem hér skiptir máli er, að flestir
fræðimenn munu nú geta verið sammála um, að eyjarnar fyrir norðan
Skotland hafi kristnast að vestan, frá keltnesku kirkjunni eða nánar til-
1. Sjá t.d. C. Morris 1985; B. Crawford 1987, bls. 39-42.
2. Yfirlit yfir nýjustu rannsóknir á Piktum cr að finna í J.G.P. Freill & W.G. Watson
(ritstj.) 1984; A. Small (ritstj.) 1987; G. & A. Ritchie 1981.