Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 235
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1988
239
Þjóðháttadeild. Tvær spurningaskrár voru sendar út á árinu, nr. 69 um
Söng og tónlistarlíf í samvinnu við Tónlistarsögu íslands og nr. 70 um
Prent og bókband, í samvinnu við Félag bókagerðarmanna. Pá var sent út
spurningablað umjólasiði í desember og auk þess talsvert af eldri skrám
til nýlegra heimildarmanna.
Á árinu bættust 413 númer í heimildasafnið og var það í árslok 8912
númer. Að auki hefur þjóðháttadeild tekið þátt í samstarfi Kvenfélaga-
sambands íslands, Klúbbs matreiðslumanna og Ríkisútvarpsins um
söfnun á gömlum mataruppskriftum og öðrum fróðleik um matarhætti.
Hallgerður Gísladóttir safnvörður situr í þriggja manna Matráði þessara
aðila, en það hefur m.a. haft vikulega útvarpsþætti á rás 1 og símatíma
á eftir. Nálægt hundrað manns hafa komið heimildum á framfæri við
Matráðið, símleiðis eða skriflega. Þessar hcimildir verða geymdar á
þjóðháttadeild að söfnun lokinni, þannig að þær teljast óbeint til
aðfanga á þessu ári.
Á íjárlögum fékkst nú fé sem nam tvennum árslaunum til að tölvu-
skrá heimildasafnið. Að skráningunni unnu Signý Hermannsdóttir,
Guðbjörg Aradóttir og Dögg Árnadóttir. Láta mun nærri, að rúmlega
fjórðungur hcimildasafnsins sé nú kominn á disklinga og þar af hefur
Hallgerður Gísladóttir skráð atriðisorð um helmings í textaleitarforriti
þjóðháttadeildar.
Árni Björnsson deildarstjóri flutti erindi á Nordic Symposium on
Arctic Ecology and Cultural Heritage á Helsingjaeyri 30. maí-1. júní.
Erindið nefndist Ecologic Influence on Old Icelandic Culture and
Society.
Fornleifadeild. Mjöll Snæsdóttir vann áfram í rannsóknarstöðu í forn-
leifafræði, sem tengd er nafni dr. Kristjáns Eldjárns. Vann hún um vet-
urinn að framhaldi rannsóknanna á Stóru-Borg, aðallega við að raða
saman og hreinteikna uppdrætti og að undirbúningi lokaskýrslu og lauk
einnig grein um kirkjugarðinn.
Mjöll hélt áfram uppgrefti bæjarhólsins á Stóru-Borg og var unnið
frá 1. júlí-1. september. Yfirleitt voru fimm manns að vinnu við upp-
gröftinn. Byrjað var að nýju á svæði þar sem unnið var sumarið áður.
Voru grafin upp *1US e^a húsleifar af ýmissi gerð, en undir einu
fundust fjögur sáför. Virðast þetta vera bakhús í bæjarþorpinu og voru
fundir fremur fáir.
f sambandi við breytingar á heimreiðinni að Bessastöðum voru rann-
sóknir gerðar þar 10. sept.-14. október og var uppgraftarsvæðið um
1000 ferm. Varð þarna vart fornra byggingarleifa, líklegast frá 11. öld