Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 161
TVÖ HÚS VIÐ ÁTTAHRINGSVOG
165
61. mynd. Lítill hníjur með tréskafti (P78), semfmnst í austurgafli tóftar, Áttahringsvogur II. -
Fig. 61. A small knife with a wooden handle.found in the eastern gable of Áttahringsvogur II.
Fundaskrá
P78. Hnífur, lítill, skaft og blað til samans 8,5 sm, þar af skaftið 5,4 sm, sívalt, gild-
leikinn 1,6—1,8 sm (61. rnynd). Svo virðist scnr hólkur úr þunnu blikki sé fremst
á skaftinu. Fannst í langskurðinum, þar sem verið hafði austurgafl hússins.
P79. Járnstykki, flatt, óheilt og ryðstokkið, mesta haf 7,7 sm. Virðist svo scm kunni
að hafa verið kengur eða þvílíkt. Fannst í dyrum.
P80. Járnnagli, mjög ryðstokkinn og afmyndaður, mesta haf 3,5 sm. Fannst á bálki
við austurgafl.
P81. Ró (að því er virðist), niest 3 sm í þvermál. Óvíst hvar fannst.
P82. Ryðstorka utan af einhverju úr járni, líkast nál eða þvíumlíku, 31 snr að lengd.
Óvíst hvar fannst.
P83. Brýni úr ljósgráu flögubergi, en er nú svart utan að miklu leyti sökum einhvers
litarefnis. 8,55 sm á lengd, ferstrent, 1,6-1,9 sm á kant. Fannst á gólfi við bak-
vegg rétt vestan við stóra steininn.
P84. Brýni, mjög fíngert, úr flögubergi. 8,9 sm að lcngd, hefur verið ferstrent, en nú
er ntjög af því klofið, nrjókkar mikið til annars enda, mest brcidd 1,35 sm.
Fannst við framvegg austur frá dyrum, á gólfi.
P85. Brýni, grátt og úr meðalgrófu flögubergi. 7,15 sm á lengd, ferstrent en þó mjög
flatt eða þunnt í annan endann, mesta breidd 1,3 sm, þykkt 1,05 sm. Fannst á
bálki í austurenda, fast við framvegginn.
P86. Fjörusteinn brimsorfinn með gati klöppuðu frá báðum hliðum. Steinninn er 9,9-
11,6 sm í þvermál og 4,8 snr á þykkt. Líklega er þetta lóðarsteinn. Fannst á bak
við stóra steininn við bakvegg andspænis dyrum.
P87. Smásteinar á gólfi, allmargir, náttúrulegir, eins og algengt er að finna í gömlum
tóftum. Má þar nefna einn rauðan jaspismola, olífubrúnan tinnustein og þrjá
’ljósasteina'.
P88. Stór steinn úr gneis, kassalagaður, um 20 sm á lengd. Af erlendum uppruna.3
Stóð á gólfi við bakvegg vestan stóra steinsins.
P89. Hvítur steinn úr kalsíti, eða marmara. Af erlendum uppruna.4 1 stcininum eru
litlar skálar. Mesta haf 11,5 sm.
3. Ibid, sýni nr. 1, bls. 1—2.
4. Ibid, sýni nr. 3, bls. 2-3.