Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Qupperneq 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
inn að því hvernig þetta stóð af sér miðað við hvíta gjóskulagið frá
1362, sem þarna er allsstaðar mjög greinilegt og reglulegt. En Gústaf
Gíslason, sem einmitt varð til að finna þessar minjar, fullyrðir, að þær
hafi verið „djúpt“ niðri. Hvíta lagið liggur á þessum slóðum alldjúpt,
eða að jafnaði um 40 sm neðan við grasrót, og því nokkru dýpra en í
eynni yfirleitt. Gísli Þorvarðarson í Papey sendi þessar minjar til Þjóð-
minjasafnsins eins og rétt var.
Oft hefur hvarflað að mönnum, hvort ekki mundi vera eitthvert sam-
band milli þeirra og tóftarinnar sem þær fundust hjá. Að lokum kom að
því, að hún yrði rannsökuð, en áður en tekið er til við að lýsa þeirri
rannsókn skal gerð grein fyrir minjunum frá 1928, og er þetta í fyrsta
sinni sem eitthvað er birt um þær opinberlega, þó að margir hafi vitað
um tilvist þeirra í safninu. Minjarnar bárust safninu hinn 14. júlí 1928
og Matthías Þórðarson lýsti þeim í safnskýrslum á þessa lund:
10198. Leggjarbrot, virðist vera endi af sperrilegg úr hrossi eða nautkind, lengd 15
cm. Fúið; jarðfundið í Papey.
10199. Skinnpjatla; virðist vera utan af horni á stærri bót; um 7 cm að lengd. Gæti
verið af skó. Virðist hafa verið sútað. Fundið s.st.
10200. Tréhæll úr birki eða öðrum fíngerðum laufviði, íboginn, lengd 34,5 cm. Til-
telgdur, oddmjór í annan endann, en að þverm. í hinn 2,7-3,5 cm. Fundinn s.st.
10201. Spýtnabrot 9, lítil, hið lengsta 18,2 cm að lengd og 1,6-2 að breidd og 8-9
mm að þykkt. Eitt er sviðið í annan endann. Fundin s.st.
10202. Spýtnabrot 8 úr smágerðum barrviði, virðast úr nokkru tiltelgdu og 2 jafn-
vel sem spelar eða armar, er felldir hafi verið á aðrar spýtur, ekki ólíkir því, að verið
hafi þverálmur á smákrossum, og því áleit finnandi, að þessar spýtur kynnu að vera
frá tíð papa í Papey; og jafnvel allir þessir jarðfundnu hlutir nr. 10198-10202, er hann
mun hafa fundið í gömlum tóftarbrotum. Sýnilega eru þeir gamlir, en ekkcrt bendir
ótvírætt á, að þeir séu frá tíð papa í eynni.
Þessi lýsing Matthíasar er ágæt það sem hún nær, eins og við var að
búast. Rétt er þó að benda á, að minjarnar fundust ekki í tóftarbrotum,
heldur í mýrinni rétt vestan við gömlu tóftina, eins og áður er sagt.
Efnið í spýtunum hefur Haraldur Ágústsson viðarfræðingur kannað
nánar og komist að þeirri niðurstöðu, að stóri tréhællinn (Þjms. 10200)
sé úr Síberíufuru (Pinus sibirica), og allar hinar spýturnar telur hann
einnig vera úr furu, en vill ekki kveða nánar á. Spýturnar eru þá allar
úr efni, sem hér á landi er algengt sem rekaviður. Ekki verður fullyrt,