Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 226
230
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kirkju. Var fundur haldinn með heimamönnum um gamla barnaskól-
ann, sem ætlunin er að gera að safnaðarheimili og samkomuhúsi.
Þá var farin könnunarferð um Vestfirði 23.-26. október, þar sem
komið var í byggðasöfnin og ýmsir staðir, þar sem Þjóðminjasafnið
hefur hagsmuna að gæta, skoðaðir.
Þjóðminjavörður, Lilja Árnadóttir og Hjörleifur Stefánsson fcrðuðust
um Austur- og Norðurland um haustið til eftirlits og könnunar gamalla
bygginga. Voru skoðuð og metin mörg gömul hús, sem sum hver er
verið að gera við. Ætlunin er að taka saman fullkomna skrá um varð-
veitt eða varðveizluverð hús úti um landið og eru þegar til drög að
slíkri skrá, sem' send voru menntamálaráðherra í árslok.
Lilja Árnadóttir og Hjörleifur Stefánsson fóru einnig tvívegis austur
á land um haustið. í fyrri ferðinni skoðuðu þau ásamt Guðrúnu Krist-
insdóttur hús á Héraði, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og kirkj-
una á Eiríksstöðum á Jökuldal. Seinni ferðin var farin að sæluhúsinu við
Jökulsá.
Safnauki
Færðar voru 135 innfærslur í aðfangabók safnsins og eru helztu gripir
sem bárust þessir:*
Fjórar leskeiðar eftir Einar Skúlason á Tannstaðabakka, gef. Úuríður Þórðardóttir, R.;
lítið orgel, harmoníum, hið fyrsta sem var í Selárdalskirkju, gef. Guðbjartur Eggertsson,
R.; forn kirkjuklukka úr Tröllatungukirkju (keypt); fallbyssukúlur tvær, fundnar í Hrak-
hólmum út af Álftanesi, gcf. Ólafur Emil Eggertsson, Álftancsi; skatthol, smíðað af Vig-
fúsi Guðmundssyni frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, gef. Sigurlaug Kristjánsdóttir, R.; stokka-
belti úr cigu Ingibjargar Ámundadóttur frá Odda og talið smíðað af Þorgrími Tómassyni
afa hennar en er líklegast eldra, gcf. Þuríður Ragnarsdóttir (Hulla Einarson), Árósum;
útskorin súla, líklcgast úr Hóladómkirkju upphaflcga, gef. Helga Árnadóttir, Flatatungu;
hökull skrautlegur, gerður af Unni Ólafsdóttur fyrir Frjálslynda söfnuðinn í Reykjavík,
gefinn safninu cr söfnuðurinn var leystur upp 1960 en afhentur nú; hluti af bollasteini úr
graníti, líklegast af mundlaug þeirri, sem ncfnd er í nráldaga Hólskirkju í Bolungarvík um
1327, fundinn í fjörunni niður undan kirkjunni, gef. Gunnar Leósson Bolungarvík; altaris-
klœði og tveir höklar frá Hofskirkju á Skagaströnd, afh. af sóknarnefnd; jólatré frá 1926 með
skrauti, gef Jón R. Árnason, R.; kista úr búi Sigurðar Magnússonar á Skúmsstöðum, gef.
Hjördís Antonsdóttir, R.; lítið jólatré, frá um 1910 frá Horni í Hornvík, gef. Gunnvör
Rósa Falsdóttir, R.; fjögur brot af legsteini, greinilega eftir Guðmund Guðmundsson frá
Bjarnastaðahlíð, komu úr gólfi Hóladómkirkju; jólatré heimagert, frá 1949, gef. Vigdís
Steindórsdóttir og Gunnar Hclgason, R.
Starfsemi einstakra deilda saftisins
Hér eru aðeins talin upp störf starfsmanna innan viðkomandi deildar.
Alltaf er eitthvað um það, að menn gangi í hvers konar almenn störf bæði