Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 61
STAÐHÆTTIR OG ÖRNEFNI f OG KRINGUM PAPEY
65
um“, sópaðist allur jarðvegur af honum, og er hann síðan rétt gróður-
laus. Þá eru upp taldar eyjarnar.
Auk þessara eyja, sem nú voru nefndar, talar Olavius um Skálholts-
eyjar (114). Þetta nafn getur ekki verið úr lausu lofti gripið, þótt enginn
kannist við það nú, og mætti helst láta sér til hugar koma, að það væri
sameiginlegt heiti á smáeyjunum, öllum eða sumum, því að Skálholts-
dómkirkja hefur á sínum tíma átt Papey. Árið 1526 selur Ögmundur
biskup Pálsson „sjálfa höfuðeyna Papey, er liggur fyrir Álftafirði í Aust-
fjörðum“,’27 og má líkast til ráða af þessu orðalagi, að hann hafi undan-
skilið einhverjar smáeyjar.
Af skerjum við Papey má nefna þessi nafngreind: Út af Selavogi eru
tvö lítil sker, Iðusker (115). Norðvestur af Arnarey eru Mávajlesjar (116),
og virðist Lowenorn skipta þeim í Eystri- og Syðri-Mávaflesjar
(Ooster- og Sydre-Mavafles), en rétt fyrir vestan Mávaflesjar er skerið
Latur (117), kallað Látur á korti herforingjaráðsins, heldur meinleg villa.
Lowenorn talar um Sauðeyjarboða (118) vestur frá Papey og Arnareyjar-
boða (119) norður af Arnarey.28 Norður af Flatey er Steinbítssker (120),
en Flateyjarsker (121) er lítið sker vestur af Flatey. Þannig eru þessi nöfn
nú, en Lowenorn virðist kalla Steinbítssker Flateyjarsker en Steinbíts-
sker (Stenbis) segir hann aftur á móti að sé blindsker fyrir vestan
Svartasker. Verður nú ekki fram úr þeim ruglingi ráðið. Svartasker (122)
er norðaustur af Eldriða, en austur af því er Flyðrusker (123), Lowenorn
segir að Flyðra (Flydre) (124) sé sker austur af Svartaskeri og sjáist að-
eins þegar lágsjávað er, en fyrir sunnan það sé Flyðruboði (125). Vandséð
er nú, hvort treysta má þessum nöfnum. Olavius talar aðeins um
Flyðrusker eins og nú er gert. Um 3 mílur suður af Papey eru Selsker
(ft.) (126). Suðaustur frá Papey eru nafngreindir boðar þessir: Heimasti-
boði (127), Miðboði (128), Ystiboði (129) og Nýfundniboði (130).
Milli Búlandsness og Papeyjar heita einu nafni Papeyjarálar (131).
Milli Arnareyjar og Mávaflesja heitir Barði (132) eða Arnareyjaráll (Ola-
vius) (133), frá Mávaflesjum að Skorbein Skorbeinsáll (134), en Sandeyj-
aráll (135) er fyrir innan Skorbein og inn undir land. Þetta er eins hjá
Gústaf og í sóknarlýsingunni 1840, en Olavius bætir við Mávaflesjaál
(136) og Súlnaál (137), sem Gústaf kannast ekki við.
Sóknarlýsingin 1840 segir að út til Selskerja heiti Papeyjardjúp (138),
27. ísl. fornbréfasafn IX, bls. 390.
28. Papeyjarbræður (Gunnar og Gústaf) segja að þeir hafi aldrei heyrt þennan boða
nefndan Ameyjarboða, heldur nefndist hann ætíð Folaldaboði (lí9b).
5