Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 134
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
38. mytid. Bökuttarhella (P27). Ljósttt.: H. Ásg. - Fig. 38. A baking-stone. Photo: H. Ásg.
þvermál. Snúðurinn hefur verið laglega gerður og allir fletir vel sléttir. Þetta er
að sjálfsögðu ekki af bandsnældu, heldur af hrosshárssnældu cða snældu til að
spinna á eitthvað gróft. Brotin fundust ekki öll á sama stað. Tvö voru austarlega
í tóftinni og alls ekki niðri við gólfl hcldur um 20 snt neðan við grasrót; hin tvö
voru á öðrum stöðum. Snúður af svipaðri stærð fannst á miklu dýpi við bygg-
ingarframkvæmdir á bæjarstæði Bakkárholts í Ölfusi árið 1945 (Þjms. 13413).
P27. Bökunarhclla, brot, 13,7 sm langt, 8 srn breitt, 1,55 sm þykkt mest, gerð úr ljós-
gráu glitflögubcrgi, sent molnaði allmjög, þegar það þornaði (38. mynd). Hcllan
var stærri þegar hún fannst, eða um það bil 15 sm á hvorn veg. Brot þetta var
við suðurvegg framarlega, lá þar á gólfi skáhallt upp til veggjarins, inn undir
veggjastcin. Fannst 5.8.1969. Bökunarhellur, notaðar til að baka brauð á, hafa
fundist víða í uppgröftum á fslandi og annars staðar. Munu þær helst taldar inn-
fluttar frá Noregi, þar sem flöguberg af þessu tagi finnst5 og eru þær elstu,
fundnar við uppgröft í Osló, tímasettar til c. 1050-1100, en finnast cinnig í 17.
aldar lögurn.6
P28. Brýtti úr dökkgráu fínkornóttu flögubergi (39. mynd 1). 14,1 sm að lengd,
óreglulcga ferstrent, mjög mjókkandi í annan cndann og slitflctir þar mestir.
Mesta breidd 1,7 sm. Nokkuð er flísað upp úr því.
P29. Brýtti, mjög fíngerð hein, úr samskonar efni og P28, mikið brýnt á öllum fjórum
hliðunt (39. mynd 2). 9,6 snt að lengd, mest 2 snt á breidd, mest 1,45 sm á
5. Sjá t.d. B. Webcr 1983.
6. Ibid, bls 159.