Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Side 166
170
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þar eru allnokkrar. Minjar þessar liafa lítið verið rannsakaðar og er t.d.
ekki vitað, hvaða séreinkenni bústaður einsetumanns er líklegur til að
hafa, sem greindi hann frá venjulegum bústaði. Líklega er óraunhæft að
búast við að finna minjar eftir keltneskt klaustur á íslandi. Umsvif
þeirra einsetumanna sem þangað kunna að hafa rekist, hafa varla verið
slík. Einnig er ólíklegt, að einsetumenn þessir hefðu skilið mikið eftir
sig sem nothæft væri til tímasetningar, og má nánast telja það tilviljun,
ef eitthvað slíkt fyndist. Þá er í ljósi þess óvissubils sem ríkir við annars
konar tímasetningu, ekki síst geislakolsaldursgreiningar, óvíst að með
þeirri aðferð megi nokkurn tíma með vissu greina milli byggðar írskra
munka og norrænna manna.
VIÐAUKI
Minjaskrá
Sumarið 1987 voru allar byggðaminjar í Papey skráðar, kortlagðar og
mældar upp. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum minjum.
Númerin í listanum eru þau sömu og á 9. mynd. Margar minjarnar
hefur þegar verið fjallað um og er vísað í viðkomandi kafla hér að
framan um þær.
I. -6. Liljustaðir. Sjá kafla 4.3.
7. írskuhólar. Sjá kafla 4.1.1.
8. -11. Á Hjallatanga, á móti lendingunni í Selavognum, í suðvestur frá bænum, standa 4
mannvirki (62. mynd).
8. Ferhyrnd tóft, vísar í NA, innanmál 4 X2 m. Grjóthlaðnir veggir innan, varðveittir
upp í 1,65 m hæð, grasi grónir utan.
9. Þvert á suðurgafl 8 ganga um 10 m langir samsíða veggir. Breiddin á milli þeirra er
3 m. Gaflar cru opnir út.
10. Samskonar tóft og 9, með svipaða legu í V frá henni, en mun útflattari og yfirgrón-
ari. Lengd 6,4 m, innan breidd 2 m.
II. Ferhyrnd tóft SV við 10, vísar í S, veggir standa allhátt. Innanmál um 4 X 2,5 m.
Gústaf Gíslason sagði mannvirki þau sem hér voru hafa verið notuð sem hjalla og til
að geyma í hákarl.
12.-15.Sjóhús, tvö naust og súrþarahús við botn Selavogs (63. mynd).
12. Sjóhús, ferhyrnt, vísar í N. Grjót og torfhlaðnir veggir, grasivaxnir utan. Bárujárn
í framgafli og á þaki. Utanmál 4,5 X 5 m.
13. Naust, ferhyrnt, vísar í A. Grjóthlaðnir, yfirgrónir veggir, varðveittir í um 1 m hæð.
Innanmál 7,8 X 1,7 m.
14. Naust, eins og 13 að gerð. Vísar í V. Veggjahæð 1,6 m, innanmál 7,4 X 3 m (64.
mynd).