Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Side 82
4. KAFLI
MANNAMINJAR SEM MÆLDAR
VORU UPP OG RANNSAKAÐAR
Eins og áður segir, var aðaltilgangurinn með Papeyjarrannsóknum sá
að kanna eftir því sem föng væru á allar mannaminjar í eynni, þær sem
ekki væru bersýnilega frá allra síðustu tímum (9. mynd). Petta virtist
geta verið vinnandi vegur, því að eyjan er ekki stór og mannaminjar þar
eru alls ekki vonum víðar. í örnefnaskránni í 1. kafla var á stöku stað
drepið á ýmsar minjar, og verður nú nánar um sumar þeirra fjallað í
sérstökum þáttum hér á eftir.1
Frá dögum Gísla bónda Porvarðarsonar eða næstu ábúenda á undan
honum að einhverju leyti eru fyrst og fremst kirkja (35) og bær (34),
uppistandandi fjós og fjárhús (36) á Beruhól, hjallarústir og sjóhúsrústir
(8-11) á Hjallatanga, fjárhústóftir (17) uppi undir Hellisbjargi austan-
verðu, húsarústir við Kastala, endurbyggðar sem rétt (43) af Gísla, en
hann taldi að þar mundi hafa verið stekkur, fjárborg (31) sunnan undir
Krosshól, bátanaust og sjóhús (12-15) í Selavogi, enn fremur kúagarður
og garður (41) yfir eyna þvera frá Áttahringsvogi, með björgum þar
sem því var við komið, og í Árhöfn; garður þessi sést vel upp frá Átta-
hringsvogi og síðan til dæmis í sundinu milli Brunabjargs og Hellis-
bjargs og í Króarsundi, og var fyrst og fremst til þess að verja æðar-
varpið inn á (vestur á) eynni, og var lögð á það mjög mikil áhersla að
skepnur, og þó einkum stórgripir, færu ekki þangað meðan fuglinn var
við hreiðrin. Nesið milli Selavogs og Árhafnar er einnig girt af með
garði og klettabrún notuð eftir föngum. Petta kalla Papeyjarsystkin
„girðingu" og þar var hesturinn látinn vera.
Sumarfjósið á Beruhól er gert upp með fornu lagi, en nánar verður
1. Sumarið 1987 voru allar byggðaleifar á eynni skráðar. í viðauka á bls. 170 er gerð
grein fyrir þessari skráningu. í henni cr bætt við lýsingum á þeim leifum, sem þá var
vitað um og ekki er fjallað um hér og í næstu köflum. Byggðaleifarnar eru tölusettar
(hér og annars staðar í textanum með feitu letri í sviga) og vísast til 9. myndar um
staðsetningu þeirra.