Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ckki verið rannsakaðar, nema hvað Gísli bóndi Þorvarðarson hafi grafið
niður í „aðalhúsið“ á fyrsta tugi aldarinnar og komið niður á ösku og
steinhleðslu og af því hafi mátt ráða, að breidd hússins hafi verið um 2 m.
Merkin eftir þennan uppgröft sjást glöggt ennþá. Grafið hefur verið
allra vestast eða efst í tóftirnar (A á 11. mynd), þar sem einna mest hús-
lögun er og má því með vissum rétti kalla aðalhús, og er gryfjan um
4 fermetrar. Önnur minni hola hefur verið grafm mjög nær miðjum
tóftum eða um 10 m frá vesturenda (B á 11. mynd). Gísli bóndi hefur
ráðið breidd tóftarinnar mjög nærri lagi af uppgrefti sínum, um 2 m,
einnig að veggir hafi verið af torfi og grjóti. Að hann hafi fundið ösku
verður að vísu ekki véfengt, en þó er það harla ósennilegt í ljósi þess
sem fram kom við athugun 1967 og aftur 1981.
Tóftir þessar voru kannaðar 1967, en alls ekki grafnar upp til fulls, af
því að lausleg könnun virtist fyllilega sýna hvert er eðli þeirra og að
ekki svaraði kostnaði að rannsaka þær nánar. Þetta var aftur staðfest við
athugun 1981.
Tóftirnar reyndust um 23 m að lengd að utanmáli og var þá mælt það
lengsta sem mannamerki virtust vera á. Breiddin er um 6-7 m vestast
og langt austur eftir, en þar slær svæðið sér nokkuð út og má kallast um
8-9 m breitt þar sem það er breiðast. Er það hin nærri kringlótta hæð,
sem Snorri dýralæknir talar um, en er ekkert annað en neðsti hluti
rústasvæðisins. Það er þó öllu til skila haldið að nota þetta orð, því að
þegar grafinn var reynsluskurður gegnum þetta svæði, varð þar ekki
vart mannvistarlaga eða neinna mannvirkja. Skurðurinn var 50 sm
breiður og 5 m langur (I á 11. mynd). Þar var alls staðar komið niður á 2-3
sm þykkt hvítleitt vikurlag á 12-14 sm dýpi, þ.e. gjóskulagið frá
Öræfajökulsgosinu 1362, en niður þaðan var mold ofan á 50 sm dýpi,
þar sem tók við grjót og möl eða aur. Þar sem gat sýnst móta fyrir
veggjum á yfirborði, svaraði ekki til steina sem sáust í skurðinum, enda
voru þeir ekkert þesslegir að vera veggjasteinar.
Annar 50 sm breiður þverskurður var gerður nær vesturenda (II á 11.
mynd), 2 m austan við holu Gísla Þorvarðarsonar (A á 11. mynd). Þar
sem mótaði fyrir veggjum á yfirborði var undir grjót, en ekki í
mörgum lögum, heldur hafa aðeins verið lagðir steinar hér og hvar, eitt
lag í undirstöðu. Gólflag var ekkert eða neinar aðrar mannaminjar,
engin aska, heldur allt svipað og í hinunr skurðinum, malar- eða aur-
grunnur, en sums staðar kom klöppin upp úr honum. Hvíta vikurlagið
sást mjög vel inni í tóftinni og eins fyrir utan veggina, en virtist hverfa
þar sem ætla má að verið hafi veggir (12. mynd). Þetta verður að skilja
svo, að þarna hafi verið búið að gera einhverjar veggnefnur fyrir eld-