Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 90
94 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ckki verið rannsakaðar, nema hvað Gísli bóndi Þorvarðarson hafi grafið niður í „aðalhúsið“ á fyrsta tugi aldarinnar og komið niður á ösku og steinhleðslu og af því hafi mátt ráða, að breidd hússins hafi verið um 2 m. Merkin eftir þennan uppgröft sjást glöggt ennþá. Grafið hefur verið allra vestast eða efst í tóftirnar (A á 11. mynd), þar sem einna mest hús- lögun er og má því með vissum rétti kalla aðalhús, og er gryfjan um 4 fermetrar. Önnur minni hola hefur verið grafm mjög nær miðjum tóftum eða um 10 m frá vesturenda (B á 11. mynd). Gísli bóndi hefur ráðið breidd tóftarinnar mjög nærri lagi af uppgrefti sínum, um 2 m, einnig að veggir hafi verið af torfi og grjóti. Að hann hafi fundið ösku verður að vísu ekki véfengt, en þó er það harla ósennilegt í ljósi þess sem fram kom við athugun 1967 og aftur 1981. Tóftir þessar voru kannaðar 1967, en alls ekki grafnar upp til fulls, af því að lausleg könnun virtist fyllilega sýna hvert er eðli þeirra og að ekki svaraði kostnaði að rannsaka þær nánar. Þetta var aftur staðfest við athugun 1981. Tóftirnar reyndust um 23 m að lengd að utanmáli og var þá mælt það lengsta sem mannamerki virtust vera á. Breiddin er um 6-7 m vestast og langt austur eftir, en þar slær svæðið sér nokkuð út og má kallast um 8-9 m breitt þar sem það er breiðast. Er það hin nærri kringlótta hæð, sem Snorri dýralæknir talar um, en er ekkert annað en neðsti hluti rústasvæðisins. Það er þó öllu til skila haldið að nota þetta orð, því að þegar grafinn var reynsluskurður gegnum þetta svæði, varð þar ekki vart mannvistarlaga eða neinna mannvirkja. Skurðurinn var 50 sm breiður og 5 m langur (I á 11. mynd). Þar var alls staðar komið niður á 2-3 sm þykkt hvítleitt vikurlag á 12-14 sm dýpi, þ.e. gjóskulagið frá Öræfajökulsgosinu 1362, en niður þaðan var mold ofan á 50 sm dýpi, þar sem tók við grjót og möl eða aur. Þar sem gat sýnst móta fyrir veggjum á yfirborði, svaraði ekki til steina sem sáust í skurðinum, enda voru þeir ekkert þesslegir að vera veggjasteinar. Annar 50 sm breiður þverskurður var gerður nær vesturenda (II á 11. mynd), 2 m austan við holu Gísla Þorvarðarsonar (A á 11. mynd). Þar sem mótaði fyrir veggjum á yfirborði var undir grjót, en ekki í mörgum lögum, heldur hafa aðeins verið lagðir steinar hér og hvar, eitt lag í undirstöðu. Gólflag var ekkert eða neinar aðrar mannaminjar, engin aska, heldur allt svipað og í hinunr skurðinum, malar- eða aur- grunnur, en sums staðar kom klöppin upp úr honum. Hvíta vikurlagið sást mjög vel inni í tóftinni og eins fyrir utan veggina, en virtist hverfa þar sem ætla má að verið hafi veggir (12. mynd). Þetta verður að skilja svo, að þarna hafi verið búið að gera einhverjar veggnefnur fyrir eld-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.