Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 89
MANNAMINJAR SEM MÆLDAR VORU UPP OG RANNSAKAPAR
93
I_i_i__i_i_l
01 2 3 4 5M
11. mynd. Papatœttur (33). - Fig. 11. The ruin complex Papatœttur (33).
Mávabyggðavík. Þær cru á lágum hólrana, sem snýr frá austri til vcst-
urs og hallar talsvert til austurs í átt til víkurinnar. Rústirnar eru talsvert
fornlegar að sjá af graslagi og öllu yfirbragði. Það eru áreiðanlega þær,
sem Snorri Jónsson dýralæknir og Daniel Bruun lýsa í greinargerðum
sínum, sem birtar eru hér að ofan. Mál Snorra eru mjög nærri réttu
lagi, en það sem hann kallar annars vegar tóft og hins vegar hæð, er hér
talið í einu lagi, enda hangir það alveg saman. Mál Daniels Bruun eru
hins vegar mjög yfirdrifin. Svo stórar tóftir eru ekki til neins staðar í
Papey, því að „Skridt“ verður að teljast jafngilda nokkurn veginn
einum metra. Hér virðist bersýnilega hafa orðið ruglingur. Það sem
hann gefur upp í skrefum („Skridt") hljóta að eiga að vera álnir. Þá fara
þau eins nærri inálum Snorra og við er hægt að búast, og hvor tveggi
eins nærri því sem nú verður mælt og vænta má, þar sem takmörk eru
grasi vafin og óglögg, en þannig er einmitt í Papatættum, útlínur renna
þar saman við landið umhverfis og graslag í tóftunum líkt og þar. Samt
eru rústirnar þegar í stað auðþekkjanleg mannaverk.
Ingólfur læknir Gíslason segir svo frá í Papeyjarlýsingu sinni,y að
veggir hússins hafi verið úr torfi og grjóti og dyr hafi snúið móti austri,
enda þótt austan, norðaustan og suðaustan séu illviðrasömustu áttir í
Papey. Telja verður mjög vafasamt að hægt sé að sjá móta fyrir dyrum
í tóftum þessum. Enn fremur segir Ingólfur læknir, að rústirnar hafi
9. Ingólfur Gíslason 1955, bls. 41.