Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Síða 233
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1988
237
Á Djúpavogi stóð yfir viðgerð vesturhliðar á Löngubúð, klæðning og
grind endurnýjuð eftir þörfum. Unnu starfsmenn Minjaverndar þctta
verk undir verkstjórn Þorsteins Bergssonar.
Farið var út í Papey og skoðuð bæjarhúsin þar og kirkjan, sem er
agnarlítil heimiliskapella og fátæklega búin, en öll þessi hús eru mjög
varðveizluverð. Nú er ekki búið í Papey lengur.
Á árinu var flutt úr gamla íbúðarhúsinu á Teigarhorni, frá 1884, og
í nýtt hús. Eigandinn, Kristján Jónsson, hefur þó mikinn hug á, að
gamla húsið verði varðveitt og með innbúinu gamla í stofunni, sem er
nánast algerlega óbreytt frá fyrstu tíð og upphafleg húsgögn Weywadts-
ijölskyldunnar eru þar inni. Var óformlega gengið frá samkomulagi þar
að lútandi, en húsið þarfnast rækilegrar viðgerðar einkum á ytra borði.
Þarna suðaustanlands er víða sérkennileg húsagerð, lítil timburhús
með lágri þakhæð og lágu risi. Mörg þessi hús standa enn en eru fæst
lengur notuð, en húsið á Berunesi er þó gistiheimili. Væri ástæða til að
einhver þeirra yrðu varðveitt. Af þessum húsum voru skoðuð í ferðinni
hús á Strýtu í Hálsþinghá, Skála í Berufirði, Fossgerði og Steinaborg,
hvert öðru merkilegra.
Á Vopnafirði var athugað um möguleika á varðveizlu gamla verzlun-
arhússins frá 1882 og einnig hússins Framtíðarinnar, sem Safnastofnun
Austurlands hefur hug á að fá sem geymsluhús.
Á Sauðanesi á Langanesi stendur enn gamla steinhúsið, sem sr. Vig-
fús Sigurðsson reisti 1879—80, steinhlaðið hús og merkileg bygging, en
illa komið nú. Kirkjan þar er frá 1904, en þar stendur einnig gamla
kirkjan, sem var á undan þessari og af svipaðri gerð og eyfirzku timbur-
kirkjurnar turnlausu, nú notuð sem útihús.
Á Svalbarði er verið að gera við gömlu kirkjuna, sem er lík gömlu
Sauðaneskirkjunni, reist 1848. Voru þar veittar ráðleggingar um við-
gerðina.
Skútustaðakirkju er verið að gera við, sem er stór timburkirkja með
turni, reist um 1863 en breytt allmikið til skemmda síðar. Klæðning er
nú endurnýjuð og gluggar, og voru gefnar ráðleggingar um fram-
kvæmd viðgerðarinnar, en tæplega hafði verið gætt nægilegrar varkárni
að öllu leyti við viðgerðina.
Lokið var viðgerð Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju og voru húsin
vígð við hátíðlega athöfn 18. ágúst á afmælisdegi Reykjavíkurborgar.
Hefur viðgerðin tekizt með miklum ágætum enda engir Qármunir til
sparaðir og á Reykjavíkurborg hrós skilið fyrir þetta mikla framtak. -
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hafði sem fyrr á árum faglega umsjón
framkvæmdanna með höndum.