Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Steindórsson taldi þar 124 tegundir plantna og benti um leið á að þar
vantar 40—50 tegundir, sem vaxa á Búlandsnesi, hið næsta eynni uppi á
landi, en aftur á móti eru engar plöntur í Papey, sem ekki eru þar.2
Fuglalíf er ákaílega fjölskrúðugt og setur mjög svip á eyna. Æðarfugl
var áður fyrri miklu meiri en nú er. Olavius segir að hægt hafí verið að
fá 800 pund af óhreinsuðum dún á eynni áður en Englendingar spilltu
varpinu með ásókn sinni.3 Gústaf Gíslason í Papey tclur það alls enga
fjarstæðu. Á seinni tímum var dúntekja í Papey nær 100 pundum af
hreinsuðum dún, en á síðustu árum minna. Lundi og rita og fýll eru
mjög gagnsamlegir fuglar í Papey og er einkum lundinn mikið veiddur.
Daniel Bruun sagði 1901, að Gísli Porvarðarson hefði tekið 11000 fugla
árið áður (það hefur verið fyrsta árið sem hann bjó í Papey) og mest
hefði það verið lundi.4
Ekki er það efamál að fuglatckja, sjávargagn og reki voru þau hlunn-
indi, sem gerðu eyna eftirsóknarverða og dýra, fremur en að þar væri
svo sérstaklega gott undir bú, og hafði hún þó reyndar ýmislegt til þess.
Gústaf Gíslason segir að í tíð föður hans hafi oftast verið um 70 ær og
auk þess talsvert margir sauðir, 3-6 kýr og einn hestur. Virðist hafa
verið talið sjálfsagt að hestur væri aðeins einn, og þannig var það 1901.
Enginn sá að þeim hesti leiddist.
í Papey var (og er) kirkja, og messaði prestur frá Hofi tvisvar á ári
gegn borgun Papeyjarbónda.
Pessi örstutta almenna lýsing Papeyjar er að vísu ófullkomin, en
ástæðulaust virðist í þessu verki að gera hana ítarlegri enda er unnt að
vísa til fyllri lýsinga annarra höfunda. Lýsingin hér er aðeins hugsuð
sem baksvið þeirrar staðfræðilegu örnefnaskrár, sem hér fer á eftir og
æskilegt hefur þótt að birtist í ritinu.
Staðfræðilegur fróðleikur um Papey og umhverfi hennar er ekki eldri
en frá árunum rétt fyrir 1780, er Ólafur Olavius skoðaði eyna. í riti sínu
Oeconomisk Reise igiennem Island^ kveðst hann hafa farið út í eyna af því
að henni hafi ekki verið áður lýst. Má það til sanns vegar færa, þótt
Olaviusi hafi eflaust verið kunnugt að Eggert Ólafsson og Bjarni Páls-
son nefna eyna í ferðabók sinni,6 en á umsögn þeirra er nánast ekkert
2. Steindór Steindórsson 1963, bls. 214-32.
3. Ólafur Olavius 1780, bls. 467.
4. Daniel Bruun 1928, bls. 14.
5. Ólafur Olavius 1780, bls. 467-70.
6. Eggert Ólafsson 1943, bls. 849-50 og 846-47.