Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 188
192
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vcittir hlutar af báðum mjaðmarbeinum og öllum stærri beinum neðan
þeirra, en andlit hauskúpu skaddað og beinum úr efri hluta beinagrindar
áfátt. Þessi varðveisla samrýmist því að malarnámið hafi hafist þar sem
raninn skagaði lengst fram og haldið áfram í átt að brekkunni til kuml-
anna og komið fyrst að fótaenda Hll og síðan að höfði H12 áður en
verkamenn áttuðu sig á að um kuml væri að ræða og gættu bctur þess
sem eftir stóð þeirra. Höfuðendi beggja kumla hefur vitað í norður og
mennirnir legið á bakinu með handleggi niður með síðum og þá vinstri
hlið þeirra vitað að veginum og orðið verr útleikin en sú hægri er vissi
að brekkunni og sérstaklega í austara kumlinu.
Kropps í Hrafnagilshreppi er getið í Landnámabók" og býr þar þá
Steingrímur sonur Ornólfs Pórðarsonar slítanda er nam Hörgárdal, og
Ingveldar allrasystur Hámundardóttur heljarskinns. Móðir Ingveldar
var Helga dóttir Helga magra er nam Eyjafjörð og bjó í Kristnesi, sem
er næsti bær utan við Kropp, og þar bjuggu bræður Steingríms, þeir
Porvarður og Þórður, en ekki er getið bústaðar Örnólfs og Ingveldar.
Það er athyglisvert að næstu ábúendur í Kristnesi eftir Helga magra eru
tveir dótturdóttursynir hans og bendir til þess að hann hafi orðið gamall
og að Helga dóttir hans hafi gifst Hámundi heljarskinni, sem áður átti
systur hennar, skömmu eftir landnám hans og Helga magra og að dóttir
hennar, Ingveldur allrasystir, hafi gifst meðan Helgi magri var á lífi og
hann fóstrað tvo elstu syni hennar. Það er bagalega lítið vitað um
Örnólf Pórðarson, en ætla má einhvern skyldleika við Helga magra eða
Hámund heljarskinn því svo var um flesta er öðluðust land í landnámi
þeirra, og ólíklegt er að hann hafi búið á Kristnesi meðan Helgi lifði.
Að öllu athuguðu er það líklegast að Örnólfur og Ingveldur hafi verið
þau er Helgi magri upphaflega úthlutaði bústað að Kroppi.
Hauqfé
í skýrslu um Kroppsfundinn er ekki getið hrosskumls né dýrabeina,
en þau voru innan um mannabeinin er ég fékk þau til rannsóknar og
mun svo enn vera. Það er erfitt að meta hvernig á þessu ósamræmi
standi, en þar sem vitað er að Daniel Bruun og Guðmundur Björnsson
voru samtímis að athuga bæði Kroppsfundinn og fundinn frá Brú á
Jökuldal þar sem gnægð var dýrabeina, þá hallast ég að því að eitthvað
af þeim hafi lent með Kroppsfundinum. Kristján Eldjárn hefur þetta að
11. íslenzk fonirit. 1. bindi. Jakob Bcncdiktsson gaf út. Hið íslcnzka fornritafclag. Rv.
1968, bls. 257.