Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Síða 191
UM RITSTÍLA OG KUMLIN AÐ KROPPI
195
landi.Ix Enn ein bjalla af þessari gerð hefur
fundist í kumli hér á landi, í Vatnsdal í Patreks-
firði, og nú ásamt bronsprjóni, sem ÞÓr
Magnússon lýsir svo:
... mjög einfaldur þó, sem gerður er úr
bronsvír, sem lagður er tvöfaldur og snúinn
saman. Er auga á öðrum endanum, en í
hinn endann er öðrum vírendanum snúið
um hinn. Hnúður er á prjóninum, en tor-
velt er að segja til hvers hann hefur verið
ætlaður, en ekki er líklegt að þetta sé neins
konar klæðaprjónn. Ógerningur hefur verið
að stinga honum gegnum flík, enda er hann
líka of stuttur til slíkra nota, aðeins 4 sm.
Verður notkun hans því látin liggja á milli
hluta.19
Vatnsdals-prjónninn má vel hafa verið ritstíll
eins og ég álít að því hlutverki með öðru hafi
prjónarnir frá Kroppi og Hrísum gegnt. Það er
sameiginlegt þessum þrem prjónum að þeir
fylgdu landnemum er komu frá umráðasvæði víkinga vestan hafs og
voru blendnir í trúnni, það voru menn úr fylgdarliði Örlygs Hrapps-
sonar sem var að fóstri hjá heilögum Patreki, sem námu Vatnsdal, og
í umræddu kumli þar fannst auk prjónsins, Þórshamar úr silfri og blý-
met með krossmarki. Og Helgi magri sem nam allan Eyjafjörð var
mjög blendinn í trúnni; hann trúði á Krist, en hét á Þór til sæfara og
harðræða, hann bjó hinn fyrsta vetur á Hámundarstöðum en síðan bjó
þar nokkra vetur tengdasonur hans Hámundur heljarskinn. Hrísar eru
skammt utar með firðinum en Hámundarstaðir. Það er líklegt að þessir
landnámsmenn hafi kynnst meðferð vaxspjalda af kristnum mönnum
vestan hafs og ekki þurft leiðbeiningar um það að þau væru jafnt nothæf
fyrir heiðnar rúnir sem latínuletur klerkanna, en vita gagnslaus ólæsum
og óskrifandi mönnum. í Konungsbók Grágásar er alþingisákvæði um
18. Kristján Eldjárn: „Bjöllurnar frá Kornsá og Brú.“ Árbók hins íslenzka fornleifafélags
1966, bls. 67-70.
19. Þór Magnússon: „Bátskumlið í Vatnsdal í Patreksfirði." Árbók hins ísletizka fornleifa-
félags 1966, bls. 22. I textanum stendur hrúður, en hlýtur eftir samhenginu að vera
hnúður.
Mynd 3. Bronsprjónn er fatwst
í Vatnsdalskumlinu. Ljósm.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.