Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 111
TÓFT UNDIR HELLISBJARGl
115
að allir þessir hlutir séu frá sama tíma, því að fundarupplýsingar eru því
miður ekki nógu góðar. Eðlilegast er þó að gera ráð fyrir, að svo sé.
Engum getum verður að því leitt til hvers hællinn (Þjms. 10200)
kunni að hafa verið notaður. Til þess er hann of sérmerkjalaus. Smærri
spýturnar eru eftirtektarverðari. Á fáeinum þeirra eru engin mannaverk
sýnileg, en flestum þó, og virðast sumar spýturnar áreiðanlega vera úr
litlum krossum, og allar virðast þær geta verið það. Þessir krossar hafa
þá verið þannig gerðir, að skorið hefur verið gróp í stofn og þvertré,
hálft í halft, og smellt saman, stundum lítill trétittur rekinn í gegn til
festingar. Engir slíkir krossar eru áður kunnir hér á landi, cn hinsvegar
minnir þetta svo mikið á smákrossana, sem fundust í gröfum manna í
kirkjugarðinum á Herjólfsnesi á Grænlandi,1 að varla verður hjá því
komist að líta á þá sem eðlilegasta samanburðarefnið. Þeir hafa verið
gerðir á sama hátt, stærð upp og ofan svipuð, efnið hið sama (fura), og
meðal Papeyjarspýtna virðist nrega greina fleiri afbrigði eða tegundir
smákrossa, sem svara til helstu gerðanna á Herjólfsnesi. Skal nú vikið
sérstaklega að 11 Papeyjarspýtum (Þjms. 10201-2), sem merkastar eru,
og þær bornar saman við Herjólfsneskrossa eftir því sem tilefni gefst til.
Vísað er til uppdráttar á 27. mynd.
a. Þctta gæti verið stofn af krossi, sem mjókkar aðeins niður, en nokkuð er brotið
neðan af. Hliðar eru greinilega tálgaðar beinar, en efst sést í grópið, sem hefur
brotnað um þvert. Þykkt mest 0,9 sm.
b. Gæti verið bútur úr stofni, sem stýfður hefði verið um þvert af einhverjum ástæð-
um, en efst er brotið urn gróp, eins og á a. Þykkt 0,75 sm.
c. Gæti verið bútur úr stofni, stýfður fyrir báða enda. Þykkt mest 0,8 sm.
d. Bútur úr stofni eða þvertré, og sést grópið um það bil hálft, en greinilegt naglagat
í brotsárinu. Þykkt mest 0,85 sm.
e. Ef þetta er úr smákrossi, hefur hann verið eins og þeir sem Nörlund segir einkenn-
ast af því að „thc extrcmities of the arms and summit are cut off obliquely".2 Nör-
lund fann þrjá slíka krossa á Herjólfsnesi. Tvær spýtur aðrar með greinilegum
hnífsförum eru svo áferðarlíkar, að þær gætu vel verið úr sömu spýtu og sama
hlut. Þykkt 0,5 sm.
f. g. h. Þessi þrjú brot eru svo lík að áferð og mcðhöndlan að vafalítið má telja, að
þau séu öll úr sömu spýtunni og h'klega úr sama hlutnum, sem væntanlega hefur
þá verið kross. Allar eru spýturnar brotnar um grópið, og sést vel móta fyrir því á
1. P.Nörlund, 1924.
2. Ibid, bls. 200, mynd 141.