Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
augum sínum fyrir fullt og allt. En liðsforinginn ungi hafði
fundið frelsara sinn. Hann var fluttur þangað, sem betur fór
um hann. En alltaf þakkaði hann Drottni af hrærðu hjarta, sem
hafði hagað því svo til, að hann var lagður við hlið trúaða
hermannsins, og sem gaf honum djörfung til að spyrja hann um
veginn til himnaríkis.
Hann varð heill sára sinna. Og nú er það hans kærasta iðja: að
segja öðrum frá fagra, himneska heimkynninuog honum, sem
sagði: „Eg er vegurinn“.
Kæri, ungi vinur minn, blygðast þú þín aldrei fyrir: að
grennslast eftir, hvort þú ert á réttum eða röngum vegi. Ef
heilagur Andi Guðs sýnir þér, að sporum þínum er beint í
ranga átt, far þú að spyrja: „Hvað á ég að gera, til þess að ég
verði hólpinn“? Mundu þá eftir því, að þú getur aldrei fundið
annað áreiðanlegt svar en þetta eina, sem gefíð var í fornöld:
„Trú þú á Drottin Jesúm Krist, og þú munt verða hólpinn“.
Litla eldhússtúlkan
Gamall sveitaprestur á Skotlandi, sem var á ferð um sókn sína,
gisti eitt sinn, er hann var langt uppi í sveit, í litlu gistihúsi.
Eins og honum var títt bað hann húsbóndann að safna saman
heimilisfólkinu til húslesturs, áður en hann færi að hátta.
Gestgjafinn hafði ekkert á móti þessu, og brátt safnaðist margt
fólk saman í gestaherberginu.
Eru allir hér, spurði gamli maðurinn áður en hann fór að
lesa.
Já, allir, svaraði húsbóndinn, það er að segja allir, nema litla
eldhússtúlkan. Hún er allt of óþrifaleg og fáfróð til að vera með.
En, vinur minn, svaraði guðsmaðurinn alvarlega, vesalings
stúlkan er eilífri sálu gædd alveg eins og við. Ég bið þess
innilega, að hún sé látin vera með. En húsbóndinn bar enn á
móti því, svo að ekkert var talað um það meir fyrr en húslestur-
inn var úti.
Þá sagði gesturinn: Mig langar mikið til að tala nokkur orð
við stúlkuna, ef þér viljið leyfa mér það.
Húsbóndinn varð mjög hissa, en leyfði honum þó að ganga í
eldhúsið.