Norðurljósið - 01.01.1982, Side 17
NORÐURLJÓSIÐ
17
orðin kærir fjársjóðir. Sannlega gat hann sagt með Páli: „Hið
gamla varð að engu. Sjá, allt er orðið nýtt“.
Halldór fékk mörg tækifæri til að vitna um frelsara sinn,
fleiri en flestir aðrir fá. Þannig stóð á þeim, að hann átti
óuppgerðar sakir við flest yfírvöld bæjarins. Er lögregla og
lénsmenn yfirheyrðu hann, vitnaði hann djarflega um
afturhvarf sitt.
Hann hafði framið innbrot, meðan hann lifði í syndinni. Við
réttarhöldin var hirðir Kvist kallaður fyrir líka sem sálnahirðir.
- Halldór hafði þá verið skírður og var kominn í Hvítasunnu-
söfnuðinn í bænum. Dómarinn og málafærslumaðurinn báðu
Kvist að koma til að hjálpa honum og að styrkja hann í
vitnisburði sínum. Er drykkjumaðurinn fyrrverandi með
Hvítasunnu-predikarann einan hjá sér, var sem réttarsalnum
væri í skyndi breytt í vakningarsamkomu. Gleymdu þeir því
aldrei, meðan þeir lifðu, Halldór og Kvist.
Halldór var mjög duglegur verkmaður. Gáfu honum allir
þann vitnisburð. Var það allra dómur, að hann breytti verst
gagnvart sjálfum sér. Vegna strangs erfiðis fékk hann slæma
lærgigt. Ef til vill var það einnig vegna óforsjálni. Gat hann
stundum ekkert unnið hennar vegna.
Hvaða gagn var að góðri stöðu, væri ekki unnt að stunda
starf sitt vegna sjúkleika? Slíkar hugsanir sóttu að Halldóri, uns
honum varð dag nokkum alveg ljóst, að Jesús gat læknað hann
eins og frelsað hann.
Hann hafði heyrt, að í Fíladelfíu-söfnuðinum væru sjúkir
smurðir með olíu, (Gert í fleiri söfnuðum, a.m.k. erlendis.
Þýð.) samkvæmt bréfi Jakobs 5. kafla. Með þetta í huga fór
hann sunnudag nokkurn til Fíladelfíu. Þar var beðið fyrir
honum. Hann öðlaðist þar algera fullvissu um, að Drottinn
hafði tekið þetta að sér, gert hann heilbrigðan. Með sömu
fullvissu stóð hann upp um kvöldið, er vakningar-samkoman
var, og vitnaði djarflega og barnslega um lækningu sína.
Þá bar það til morgun einn, ekki löngu síðar, að hann vaknaði
við svo vondan verk, að hann hljóðaði af kvölum, er hann lét á
sig skóna. O, að ég hefði ekki vitnað svo djarflega um lækningu
mína, sagði hann. Hvað mun nú fólkið halda um mig, er það