Norðurljósið - 01.01.1982, Page 30

Norðurljósið - 01.01.1982, Page 30
30 NORÐURLJÓSIÐ þeir héldu fast við. Það gæti verið, að þeir þekktu leyndardóm friðarins, sem hann var að leita. Stenburg fór því til að athuga þá, ef til vill að spyrja, en vissulega ekki til að fylla þeirra hóp. En maðurinn getur ekki verið í nánd við eld og haldið áfram að vera kaldur. Jú, hann sá mann, sem hefði getað lifað í hóglífi. Nú var hann á hrakningi. Notið gat hann heiðurs. Nú var hann útskúfaður. Samt var hann rólegur, hamingjusamur jafnvel. Siðabótar-predikarinn leit út eins og maður, sem gengur um jörðina með Kristi, sem var honum allt. Stenburg fann nú það, sem hann þráði: lifandi trú. Vinurinn nýi lánaði honum tímakorn dýrmætt eintak af nýja testamentinu. Rekinn á brott úr Dusseldorf fáum vikum síðar, varð hann að fara og taka sína dýrmætu bók með sér. En innihald hennar varð eftir í hjarta Stenburgs. O! nú voru engar spurningar. Þeirra var ekki þörf. Hann fann, að í sál hans logaði heitur kærleiki. „Gerði það allt fyrir mig!“ Hvernig get ég sagt mönnum frá þessum kærleika, þessari alveg ótakmörkuðu elsku, sem getur varpað birtu yfir ævi þeirra eins og mína? Hún er ætluð þeim líka. En þeir sjá hana ekki fremur en ég áður. Hvernig get ég predikað hana? Margmáll maður er ég ekki. Færi ég að reyna það, gæti ég ekki boðað hana. Hún brennur í hjarta mínu, en ég get ekki tjáð hana, - kærleika Krists. Er hann var að hugsa þetta, gerði hann frumdrætti - því að hann var með mola af viðarkolum í hendinni - grófa frumdrætti af þyrnikrýndu höfði. Honum vöknaði um augu, er hann gerði það. Skyndilega flaug um sál hans: Eg get málað. Pentskúfur minn verður að boða hana. Æ, í málverkinu hinu var kvalasvipurinn einn á andlitinu. Það var ekki sannleikurinn. Elska, ólýsanleg, takmarkalaus meðaumk- un, fúsleiks fórn! Listamaðurinn féll á kné og bað, að hann mætti mála myndina verðuglega og tala þannig. Og þá, er hann fór að mála, varð listagáfa snillingsins að björtum loga, er teygði sig upp, hærra jafnvel en snillingsgáfa hans náði. Myndin af krossfestingunni varðfurðuverkiðnálega guðlega, og dáð af öllum. Selja myndina vildi hann ekki. Sem sjálfvilja-fórn gaf hann hana fæðingarborg sinni. Hún var sett í opinbera listasafnið, hengd þar upp. Borgararnir streymdu þangað til að sjá hana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.