Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 30
30
NORÐURLJÓSIÐ
þeir héldu fast við. Það gæti verið, að þeir þekktu leyndardóm
friðarins, sem hann var að leita. Stenburg fór því til að athuga
þá, ef til vill að spyrja, en vissulega ekki til að fylla þeirra hóp.
En maðurinn getur ekki verið í nánd við eld og haldið áfram að
vera kaldur. Jú, hann sá mann, sem hefði getað lifað í hóglífi.
Nú var hann á hrakningi. Notið gat hann heiðurs. Nú var hann
útskúfaður. Samt var hann rólegur, hamingjusamur jafnvel.
Siðabótar-predikarinn leit út eins og maður, sem gengur um
jörðina með Kristi, sem var honum allt. Stenburg fann nú það,
sem hann þráði: lifandi trú. Vinurinn nýi lánaði honum
tímakorn dýrmætt eintak af nýja testamentinu. Rekinn á brott
úr Dusseldorf fáum vikum síðar, varð hann að fara og taka sína
dýrmætu bók með sér. En innihald hennar varð eftir í hjarta
Stenburgs.
O! nú voru engar spurningar. Þeirra var ekki þörf. Hann
fann, að í sál hans logaði heitur kærleiki. „Gerði það allt fyrir
mig!“ Hvernig get ég sagt mönnum frá þessum kærleika,
þessari alveg ótakmörkuðu elsku, sem getur varpað birtu yfir
ævi þeirra eins og mína? Hún er ætluð þeim líka. En þeir sjá
hana ekki fremur en ég áður. Hvernig get ég predikað hana?
Margmáll maður er ég ekki. Færi ég að reyna það, gæti ég ekki
boðað hana. Hún brennur í hjarta mínu, en ég get ekki tjáð
hana, - kærleika Krists. Er hann var að hugsa þetta, gerði hann
frumdrætti - því að hann var með mola af viðarkolum í
hendinni - grófa frumdrætti af þyrnikrýndu höfði. Honum
vöknaði um augu, er hann gerði það. Skyndilega flaug um sál
hans: Eg get málað. Pentskúfur minn verður að boða hana. Æ, í
málverkinu hinu var kvalasvipurinn einn á andlitinu. Það var
ekki sannleikurinn. Elska, ólýsanleg, takmarkalaus meðaumk-
un, fúsleiks fórn! Listamaðurinn féll á kné og bað, að hann
mætti mála myndina verðuglega og tala þannig.
Og þá, er hann fór að mála, varð listagáfa snillingsins að
björtum loga, er teygði sig upp, hærra jafnvel en snillingsgáfa
hans náði. Myndin af krossfestingunni varðfurðuverkiðnálega
guðlega, og dáð af öllum.
Selja myndina vildi hann ekki. Sem sjálfvilja-fórn gaf hann
hana fæðingarborg sinni. Hún var sett í opinbera listasafnið,
hengd þar upp. Borgararnir streymdu þangað til að sjá hana.