Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 31
NORÐURLJÓSIÐ
31
Raddirnar hljóðnuðu og hjörtun bráðnuðu, er þeir stóðu
frammi fyrir henni. Borgararnir sneru heim tilsín. Þeir þekktu
nú kærleika Guðs og endurtóku með sjálfum sér orðin, sem
greinilega voru rituð undir myndinni:
„Allt gerði ég þetta fyrir þig.
Hvað hefur þú gert fyrir mig?“
Stenburg var vanur að fara þangað. Sat hann aftast í horni á
myndasalnum og horfði á fólkið, er safnaðist saman kringum
myndina. Bað hann þá Guð að blessa þessa máluðu ræðu sína.
Dag nokkurn tók hann eftir því, er aðrir gestir voru farnir, að
fátæk stúlka stóð fyrir framan myndina og grét beisklega.
Listamaðurinn gekk til hennar. Hvað hryggir þig, barn, spurði
hann.
Stúlkan sneri sér við. Hún var Pepita. O, herra, ef hann hefði
aðeins elskað mig svona og benti á andlitið, sem heita þráin
skein úr, og laut niður að þeim. Ég er aðeins fátækur Tatari.
Fyrir þig er þetta elska, en ekki fyrir mína líka. Orvæntingar
tárin féllu þétt og óhindruð.
Pepita, þetta var líka allt fyrir þig. Listamaðurinn sagði
henni alla söguna. Uns var orðið svo framorðið, að loka varð
safninu, sátu þau og ræddu saman. Málarinn varðekki þreyttur
nú að svara öllum spurningum hennar, því að þetta efni elskaði
hann mest af öllu. Hann sagði henni greinilega söguna um
dásamlega ævi, mikilfenglegan dauða og krýningar dýrð
upprisunnar. Hann útskýrði líka þá sameiningu, sem endur-
leysandi kærleikur kemur til verndar.
Hún hlustaði, tók á móti og trúði: „Allt þetta gjörði ég fyrir
þig.“
Tvö ár eru liðin, síðan myndin var fullgerð. Aftur er kominn
vetur. Kuldinn var mikill. Vindurinn vældi í þröngum götum
Dusseldorfs. Hann hristi gluggana, sem voru á hjörum í íbúð
listamannsins. Dagsverki hans var lokið. Hjá logandi
furubútum sat hann og las í elskaða eintakinu af nýja
testamentinu sínu, sem honum hafði tekist með erfiðismun-
um að útvega sér. þá var barið að dyrum. Manni var hleypt inn.
Hann var í gömlum sauðskinnsjakka, sem snjórinn var frosinn
á- Hár hans hékk í svörtum lokkum. Hann leit hungruðum
augum á brauðið og kjötið, sem var á borðinu, jafnvel áður en