Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 45
NORÐURLJÓSIÐ
45
við gengum að útidyrunum, sagði hann eitthvað á þessa leið:
Það verður tilhlökkunar efni að koma inn á heimili mannsins,
er skrifaði bókina: Hþm sanni lœrisveinn. Mér fannst eins og
köld vatnsgusa steyptist yfír mig. Mér flaug strax í hug, hvað
hann mundi segja, er hann kæmi inn í hin ýmsu herbergi í
húsinu. Mér fannst sem hann héldi, að allar eigur mínar ættu
að vera í beinu sambandi við Krist. Ef svo væri ekki, þá væri
það ónauðsynleg eyðsla, sem vitnaði um hjartaharðúð mína og
eigingirni, þegar litið væri á, hve neyð heimsins væri mikil.
Innri friður minn var gersamlega rofinn.
Þegar ég sneri lyklinum í skránni, hugsaði ég með mér:
Hvers vegna kvíðir þú því svo mjög, hvað þessi ungi maður
heldur um þig? Það er Drottinn Jesús, sem þú átt að þóknast.
Hann sér alltaf heimili þitt. Hvað sér hann þar í dag eða
daglega? Ég hugsaði um það, sem W. V. Grant sagði einu sinni:
Það er áreiðanlegt, að hið eina, sem hefur úrslitaþýðingu, er
það, hvernig það lítur út í nærveru Drottins. Þetta varð til þess,
að mér leið enn verr.
Nú leiddi hvað af öðru. Ég fór að hugsa mér, að ég tæki
Drottin Jesúm heim í hús mitt. Gestur minn var ekki lengur
þessi ungi, alvarlegi lærisveinn heldur Meistarinn sjálfur. Nú
var hann ekki einungis hirðir minn og frelsari, heldur einnig
rannsakari minn. I nálægð hans sá ég hlutina á allt annan hátt
en ég hafði nokkru sinni séð þá fyrr.
Aður en við förum þessa hringferð okkar um húsið, skulum
við athuga það, að ekki er allt, sem ég lýsi, nákvæm lýsing á
heimili mínu, heldur hef ég með vilja heimfært upp á sjálfan
mig það, sem Drottinn Jesús getur séð á venjulegu heimili
trúaðs manns.
Forstofan.
Utidyrahurðin var nú opin, og við komum inn í forstofuna
rúmgóðu. Beint framundan okkur stóð borð, sem var í mínum
augum mjög dýrmætt. Það var forngripur. A því lágu banka-
bækur mínar, hlutabréf og tryggingaskjöl. Ég hafði áður um
daginn tekið þau úr eldtraustum skápi til þess að athuga þau.
Það gaf mér öryggis tilfinningu að gæla við það, sem þú veist,
að er mjög ótryggt og alltaf að breytast í heimi þessum. Ég hafði
farið í flýti út úr húsinu og í ógáti skilið þetta eftir á borðinu.